fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |
Pressan

Milljarðamæringur flytur heimili sitt og fyrirtæki til að komast hjá skattgreiðslum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. september 2019 07:55

Icahn hefur meðal annars prýtt forsíðu Time.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski stórfjárfestirinn og milljarðamæringurinn Carl Icahn ætlar að flytja heimili sitt og fjárfestingafélag til Miami á Flórída frá heimaborg sinni New York. Þetta gerir þessi 83 ára milljarðamæringur til að sleppa við að greiða eins mikið til samneyslunnar.

Bloomberg skýrir frá þessu. Fram kemur að Icahn sé fæddur og uppalinn í Queens í New York. Hann er meðal ríkustu manna Bandaríkjanna en auður hans er talinn vera rúmlega 20 milljarðar dollara.

Flórdía er eitt af sjö ríkjum Bandaríkjanna sem innheimtir ekki tekjuskatt af einstaklingum en í New York er slíkur skattur innheimtur og nemur han 8,82 prósentum. Hvað varðar fyrirtækjaskatt þá er hann 5,5 prósent í Flórída en 6,5 prósent í New York.

Auð sinn hefur Icahn eignast í gegnum fjárfestingafyrirtækið Icahn Enterprises en markaðsverðmæti þess er tæplega 14 milljarðar dollara.

Bloomberg segir að flutningarnir séu fyrirhugaðir næsta vor og hafi Icahn boðið starfsmönnum bónusgreiðslu ef þeir flytja með til Flórída. Hann vildi sjálfur ekki tjá sig um málið við Bloomberg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Tímamótadómur – Sakfelldur fyrir að beita konu andlegu ofbeldi

Tímamótadómur – Sakfelldur fyrir að beita konu andlegu ofbeldi
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Segjast hafa nýjar upplýsingar um dauða Marilyn Monroe – Dularfullt hvarf líffæra

Segjast hafa nýjar upplýsingar um dauða Marilyn Monroe – Dularfullt hvarf líffæra
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður

Hann hvarf 6 vikum eftir brúðkaupið – 70 árum síðar var sannleikurinn afhjúpaður