fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Bandaríski herinn varpaði sprengjum á landsvæði ISIS-manna | Myndband

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 11. september 2019 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski flugherinn varpaði í vikunni tæplega 40 tonnum af sprengjum á Qanus-eyju í Írak, skammt norður af höfuðborginni Bagdad. Aðgerðin var unnin í samvinnu við íraska herinn sem fór yfir svæðið eftir að sprengjum hafði rignt yfir eyjuna.

Markmiðið með sprengjuárásinni var að eyðileggja hugsanlega felustaði liðsmanna ISIS, en vitað er að þeir hafa haldið til á svæðinu að undanförnu. F-15 og F-35 orrustuþotur vörpuðu sprengjunum yfir eyjuna og birti Myles B. Caggins, ofursti og talsmaður aðgerðanna, myndband á Twitter-síðu sinni.

Mjög hefur þrengt að liðsmönnum ISIS í Írak og Sýrlandi á undanförnum árum og miða aðgerðirnar að því að þrengja enn frekar að samtökunum. ISIS náði stórum landsvæðum í Írak og Sýrlandi á sitt vald árið 2014 en síðasta vígi samtakanna, Baghouz í Sýrlandi, féll í mars á þessu ári.

Talið er að liðsmenn ISIS séu 30 þúsund og halda þeir að mestu til á einangruðum svæðum í Írak og Sýrlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi