fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Svikahrappar reyna að nýta sér ránið á Anne-Elisabeth

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 22:30

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir hvarf Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska milljarðamæringsins Tom Hagen, í lok október á síðasta ári hafa svikahrappar plagað lögregluna og fjölskyldu hennar. Anne-Elisabeth var rænt af heimili sínu í útjaðri Osló og síðan hefur ekkert heyrst frá henni og ekki er vitað hvort hún er lífs eða liðin.

Svikahrappar hafa reynt að fá lausnargjald greitt allt frá því að málið komst í hámæli í janúar. Þá kom fram að mannræningjarnir hefðu krafist 9 milljóna evra í lausnargjald og á að greiða það í rafmynt.

VG segir að til dæmis hafi svikahrappar sent tölvupóst, úr dulkóðuðu netfangi, til netmiðilsins Medier24 fyrir um hálfum mánuði. Í póstinu nefna þeir Hagen-fjölskylduna, lögmann hennar og Tommy Brøske sem stýrir rannsókn lögreglunnar. Því næst segja þeir að þeir muni sanna að Anne-Elisabeth sé á lífi með því að senda myndband af henni en fyrst verði að greiða þeim sem nemur um 18 milljónum íslenskra króna í rafmynt.

Pósturinn er á ensku og undirritaður með búlgörsku nafni. VG segir að sami sendandi hafi áður reynt að komast í samband við Hagen-fjölskylduna.

Lögreglan segir að fleiri svikahrappar hafi látið að sér kveða að undanförnu með álíka hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca