fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Niðurtalningin er hafin – Norðurheimskautssvæðið lumar á hræðilegu leyndarmáli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 07:05

Sífreri í Síberíu bráðnar í svona hita.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samhliða hnattrænni hlýnun bráðna jöklar og sjórinn hlýnar. En eitt af því sem sjaldnar er nefnt til sögunnar er sífrerinn á norðurslóðum. Hann þiðnar eftir því sem loftslagið hlýnar. Vandinn sem fylgir þessu er að samhliða því að sífrerinn þiðnar losnar um mikið magn af metani sem hverfur út í andrúmsloftið. Það mun síðan leggja sitt af mörkum við hnattræna hlýnun og bæta enn frekar við þann vonda vítahring sem er hafinn.

Metan getur haft meiri áhrif á hnattræna hlýnun en CO2 því að til langs tíma litið heldur metan þrjátíu sinnum meiri hita í andrúmsloftinu en CO2. En CO2 er þó enn stærsti sökudólgurinn hvað varðar hnattræna hlýnun og gróðurhúsaáhrifin en það stendur á bak við 66 prósent þeirra. Metan nær aðeins upp í 17 prósent. Ástæðan er einfaldlega sú að það er miklu meira af CO2 en metani.

Í nýrri rannsókn kemur fram að við höfum enn möguleika á að koma í veg fyrir að „gassprengjan“ undir norðurslóðum springi en það krefst aðgerða nú þegar.

„Við eigum auðvitað ekki að gleyma þessari metansprengju því þeim mun lengur sem við gerum ekkert þeim mun líklegra er að áhrifin af þessari gaslosun verði neikvæð. Rannsókn okkar sýnir að ef við fylgjum Parísarsáttmálanum þá getum við gert okkur góðar vonir um að gera áhrifin af þessu að engu.“

Hefur videnskab.dk eftir Torben Røjle Christensen, prófessor við Árósaháskóla og einum höfunda rannsóknarinnar, um þetta. Hans sérsvið er vistkerfið á norðurslóðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik