fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Ætla að rannsaka magn örplasts í Norður-Atlantshafi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. desember 2019 19:00

Plastmengun í höfum heimsins er alvarlegt vandamál

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti 7,1 milljónir tonna af plasti enda árlega í hinum stóru hafstraumum heimshafanna. En ekki er vitað hvað verður um allt örplastið sem lendir í sjónum. Nú ætla vísindamenn að rannsaka hversu skaðlegt örplast er fyrir dýrin í Norður-Atlantshafi og fyrir umhverfið í heild og hversu mikið er af því.

Það er evrópska rannsóknarverkefnið „Hotmic“ sem mun snúast um þetta. Rannskað verður hvort örplast berist um hafið með örverum eða sjávardýrum. Til dæmis gæti lítið dýr innbyrt svona agnir og síðan losað sig við þær með hægðum sem sökkva svo dýpra. En einnig getur verið að örverur dafni vel á yfirborði örplasts þannig að það verði þyngra og komist ekki eins hátt upp í sjónum.

Frá 1950 hafa um 8.300 milljónir tonna verið framleiddar af plasti. 4.900 milljón tonn hafa endað sem rusl. Það er því ekki vitað hversu mikið plast endar í umhverfinu.

Talið er að 20 prósent af öllu því plasti sem er nú í heimshöfunum sé í Norður-Atlantshafi, mest er á mili Azoreyja og Bermúda. Þarna er aðallega um poka, flöskur og net að ræða. En einnig er örplast á reki í sjónum. Það er svo lítið að það sést ekki og getur það ógnað lífríki sjávar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk