fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Merkur áfangi – Hafa fundið leið til að vinna súrefni úr jarðvegi á tunglinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 18:30

Jarðvegur fyrir og eftir vinnslu súrefnis úr því. Mynd:Beth Lomax/University of Glasgow

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tunglið er ekki mannvænt í þeim skilningi að fólk geti hafst þar við án þess að nota ýmsan búnað og tæki. Það er þurrt á tunglinu, mikið ryk og ekkert andrúmsloft en það er slatti af súrefni þar. Nú hafa vísindamenn fundið aðferð til að vinna þetta súrefni úr jarðveginum.

Í umfjöllun ScienceDaily um málið kemur fram að mikið sé af súrefni í topplögum jarðvegsins á tunglinu. Þar segir að það sé einnig kostur við vinnsluaðferðina að hún hafi engin umhverfisáhrif í för með sér, skili aðeins súrefni og fullt af málmblöndum sem súrefnið er bundið í. Bæði súrefnið og málmblöndurnar geta komið sér vel í framtíðarverkefnum manna á tunglinu.

40 til 45 prósent af þyngd jarðvegsþekjunnar á tunglinu er súrefni en það er þó ekki hæft til notkunar hér og nú er haft eftir Beth Lomax, efnafræðingi hjá Glasgow háskóla. Hún vann að verkefni sem miðaði að því að finna aðferð til að vinna súrefnið úr jarðveginum.

Nokkur jarðvegssýni frá tunglinu eru til hér á jörðinni síðan á dögum tunglferða Bandaríkjamanna. Þau eru þó of verðmæt til að hægt sé að gera beinar tilraunir á þeim. En tilvist þeirra gerir vísindamönnum kleift að búa til ný sýni sem líkjast tunglsýnunum mjög. Það voru slík sýni sem Lomax og félagar hennar notuðu í verkefninu.

Niðurstaða rannsóknarinnar hefur verið birt í vísindaritinu Planetary and Space Science.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð

Kaupandi gullklósetts afhjúpaður – Kostaði einn og hálfan milljarð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús

Enn eitt áfallið í Alheimsfegurð – Keppandi féll af sviði og flutt á sjúkrahús
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni

Kona sem er ákærð fyrir morð á Tenerife spurði hvaða afleiðingar það hefði fyrir hana að bana manni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings

Rotnandi líkið í Teslunni – Talið að stúlkan hafi verið myrt í vor og rapparinn loksins með stöðu sakbornings
Pressan
Fyrir 5 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum