fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Hollendingar í veseni vegna Area 51

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 13. september 2019 16:00

Area 51.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Hollendingar, sem halda úti vinsælli YouTube-síðu, lentu í tómu veseni þegar þeir stálust til að fara inn á lokað svæði í Nevada í Bandaríkjunum. Svæðið sem um ræðir er vel þekkt og heitir Area 51.

Um er að ræða svæði sem er á forræði bandaríska hersins. Mikil leynd hvílir yfir því hvaða starfsemi fer fram á svæðinu og hefur ófáum samsæriskenningum verið hent fram vegna þessarar miklu leyndar. Hefur því meðal annars verið haldið fram að bandaríski herinn stundi rannsóknir á geimverum og geimskipum sem brotlent hafa á jörðinni.

Mennirnir, Govert Savage og Ties Granzier, óku framhjá skilti þar sem vegfarendur eru sterklega varaðir við því að fara inn á svæðið. Þeir voru handteknir en síðar sleppt gegn 500 dollara tryggingu.

Savage og Granzier voru með dróna, tölvu og upptökubúnað meðferðis en þeir sögðu við yfirheyrslur hjá lögreglu að þeir væru á leiðinni á ráðstefnu í Nevada. Þess vegna væru þeir með allan þennan búnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á