fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Íbúar í Kansas klóra sér í kollinum: Hvað var á flugi yfir borginni?

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 21. júní 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í Kansas City í Bandaríkjunum klóruðu sér margir í kollinum í gær þegar þeir komu auga á tvo kúlulaga hluti sem svifu um himininn. Veðurstofa Bandaríkjanna, National Weather Service, tjáði sig um málið á Twitter og sögðust menn þar á bæ ekki hafa neina skýringu á reiðum höndum.

Margir hafa tjáð sig um málið á Twitter og þar er enginn skortur á vangaveltum. Sumir skjóta á að þarna hafi verið á flugi tæki á vegum Google, en netrisinn stendur um þessar mundir fyrir verkefni sem kallast Google Loon. Markmiðið er að bæta netsamband í afskekktum byggðum. Svo voru vitanlega einhverjir sem skutu á að þarna væri komin fram sönnun fyrir tilvist geimvera.

Bandaríska veðurstofan telur ólíklegt að þarna hafi verið á flugi veðurkönnunarbelgir þar sem þeir virtust vera kyrrstæðir.

Í frétt KMBC kemur fram að líklegasta skýringin sé sú að þarna hafi verið á ferð einskonar loftbelgir á vegum bandaríska hersins. Um hafi verið að ræða tilraunaflug á mjög léttum loftbelgjum sem ferðast um loftin með vindinum.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart