fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Svona er líf Bill Cosby í öryggisfangelsinu í Bandaríkjunum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu mánuðir eru nú liðnir síðan bandaríski grínistinn Bill Cosby hóf afplánun fangelsisdóms í öryggisfangelsi skammt frá Philadelphiu í Bandaríkjunum.

Cosby, sem var einn vinsælasti skemmtikraftur heims um margra ára skeið, var dæmdur í þriggja til tíu ára fangelsi fyrir kynferðisbrot sem hann framdi árið 2004.

Svo virðist vera sem Cosby, sem er orðinn 81 árs, hafi aðlagast lífinu í fangelsinu vel. Talsmaður hans, Andrew Wyatt, segir við bandaríska fjölmiðla að Cosby sé einkar vinsæll meðal samfanga. Í fangelsinu heldur hann meðal annars fyrirlestra, stundar líkamsrækt af miklum krafti og ræðir við fanga augliti til auglitis.

„Hann er kominn niður í 84 kíló,“ segir Wyatt og bætir við að Cosby stundi æfingar daglega í fangelsin. Þá haldi hann fyrirlestra fyrir aðra fanga. „Hann talar til dæmis mjög reglulega á námskeiði sem heitir “Man Up” en á því eru fangar sem fá bráðlega reynslulausn. Þetta eru fangar sem eru haldnir kvíða vegna þess sem bíður þeirra utan fangelsisins,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart