fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun – Voru forfeður okkar skakkir mörgum stundum?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 07:00

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reykjum okkur skökk.“ Þetta er ekki endilega setning sem heyrðist bara á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar því forfeður okkar hafa lengi vitað hvaða áhrif neysla kannabiss hefur. Það hefur verið notað árþúsundum saman af fólki sem kýs að lifa lífinu í öllu þokukenndara ástandi en margir aðrir.

Að minnsta kosti benda niðurstöður rannsóknar kínverskra og þýskra vísindamanna til þessa. Þeir hafa fundið sannanir fyrir að fyrir um 2.500 árum hafi fólk vitað hvaða áhrif kannabis, eða öllu heldur virka efnið í því (THC) hefur.

Videnskab.dk skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi fundið leifar af kannabisi í 2.500 ára reykelsisbrennurum sem voru notaðir við útfarir í Pamir-fjallakeðjunni í Kína.

Lengi hefur verið vitað að kannabis var notað sem olía og var ræktað í Austur-Asíu árþúsundum saman en aldrei fyrr hafa fundist vísbendingar um að það hafi verið notað sem fíkniefni.

Rannsókn vísindamannanna sýndi að það var meira magn af THC í reykelsisbrennurunum en er í villtum kannabisplöntum. Í fréttatilkynningu frá Nicole Boivin, hjá Max Planck Institute for the Scinece of Human History, kemur fram að þessi uppgötvun styðji þær kenningar að kannabis hafi aðallega verið notað vegna þeirra áhrifa sem THC hefur á notendur þess. Þessi notkun hafi hafist í austanverðri Miðasíu og hafi síðan breiðst út til annarra heimshluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 1 viku

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár