fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Unglingsstúlkur heyrðu öskur frá skóginum – „Þetta hljómar ekki eins og dýr“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudagskvöldið heyrðu þrjár unglingsstúlkur, systur, undarleg hljóð og öskur berast frá skógi nærri heimili þeirra í Forsyth County í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

„Við sóttum vasaljósin okkar og gengum um skóginn og hugsuðum allar með okkur: „Þetta hljómar ekki eins og dýr“.

Sagði ein þeirra, Kayla Ragatz, í samtali við WSB TV.

Systurnar sóttu síðan föður sinn, Alan Ragatz, og sögðu honum frá þessum dularfullu hljóðum og öskrum en stúlkurnar töldu þetta geta borist frá barni. Hann kom þeim til aðstoðar við leitina og fann nýfædda stúlku í plastpoka ekki fjarri heimili hans.

Alan segist sjálfur hafa verið fullur efasemda í upphafi og hafi talið að hljóðin bærust frá þvottabirni eða dádýri. En þegar hann heyrði þau sjálfur hafi tvær grímur runnið á hann. Ásamt dætrunum náði hann að staðsetja hljóðin í laufhrúgu. Þegar þau nálguðust hrúguna urðu þau sannfærð um að það væri barn sem öskraði.

„Við beygðum okkur niður og fundum lítið barn í plastpoka. Við hringdum síðan í neyðarlínuna. Litla stúlkan var á lífi. Hún grét og öskraði. Það vissi á gott.“

Sagði Alan.

India litla. Mynd:Forsyth County Police

Talið er að stúlkan hafi verið nokkurra klukkustunda gömul þegar hún fannst en hluti naflastrengsins var enn fastur við hana.

Lögreglan reynir nú að hafa uppi á móður hennar og hefur óskað eftir upplýsingum frá almenningi.

Stúlkan var strax flutt á sjúkrahús og hefur hún það gott. Hún hefur hlotið nafnið India.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á