fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun í leitinni að Loch Ness skrímslinu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. júní 2019 07:02

Er þetta Nessie? Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur nýsjálenskra vísindamanna hefur að undanförnu leitað að vísbendingum um tilvist hins margumtalaða Loch Ness skrímslis, Nessie, í samnefndu vatni í Skotlandi. Þeir segjast hafa gert óvænta uppgötvun, eitthvað sem þeir áttu ekki von á.

Þetta segir Neil Gemmell, prófessor við Otago háskólann á Nýja-Sjálandi, sem hefur stýrt rannsókninni. Vísindamennirnir hafa rannsakað mörg hundruð sýni úr vatninu, tekin á mismunandi dýpi en það er allt að 220 metrar á dýpt. Samkvæmt frétt news.com.au vonuðust vísindamennirnir til að finna dna úr skrímslinu í þessum sýnum.

Þeir hafa einnig safnað lífsýnum úr öðrum hlutum eins og fjöðrum, feldi og skít. Allt hefur þetta verið sent til greininga og rannsókna á Nýja-Sjálandi, Ástralíu, Danmörku og Frakklandi.

En Gemmell vill ekki enn upplýsa hvað það er sem vísindamennirnir hafa uppgötvað en ætlar að skýra frá því á fréttamannafundi í Skotlandi síðar í mánuðinum. Þar mun hann að sögn leggja fram sannanir en fyrir hverju vill hann ekki segja enn sem komið er.

The Scotsman hefur eftir honum að vísindamennirnir hafi látið reyna á mikilvægustu kenningarnar um skrímslið. Þrjár þeirra séu að öllum líkindum byggðar á sandi en ein geti verið rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á