fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Bílstjórinn greip í drenginn og kom í veg fyrir slys – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 10. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að meðfylgjandi myndband sé stutt sýnir það að slysin gera ekki alltaf boð á undan sér. Þrettán ára piltur slapp vel þegar vegna bílstjóra skólarútu sem var með athyglina á réttum stað.

Pilturinn sem um ræðir, Matthew Squires, var að ganga út úr skólarútunni dag einn fyrir skemmstu. Bílstjórinn, Samanta Call, hafði stöðvað rútuna á réttum stað en óþolinmóður ökumaður fyrir aftan virtist eitthvað illa fyrir kallaður og brunaði fram úr henni hægra megin.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi munaði aðeins sekúndubrotum að illa hefði farið. Ef Matthew hefði stokkið út úr rútunni aðeins fyrr og Samantha ekki náð að grípa í hann hefði varla þurft að spyrja að leikslokum.

Móðir Matthews segist hafa grátið þegar hún sá myndbandið og er hún afar þakklát Samönthu. Það borgar sig því að fara varlega í umferðinni og á það augljóslega bæði við um ökumenn og gangandi vegfarendur. Það er aldrei að vita hvar hætturnar leynast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd