fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Gamli maðurinn kom nágrönnum sínum á óvart eftir andlátið – Þeir áttu enga von á þessu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 07:03

Ken Watson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ken Watson lést 87 ára að aldri kom hann nágrönnum sínum, Owen og Caroline Williams, svo sannarlega á óvart. Þau höfðu lengi búið við hlið hans í Barry á Englandi og var sambýlið friðsælt og gott.

Ken hafði fylgst með tveggja ára dóttur þeirra hjóna vaxa úr grasi og naut þess að fylgjast með henni dafna. Eiginkona hans lést 2012 og hann átti engin barnabörn sjálfur og því var Cadi honum hjartfólgin.

Nokkrum vikum eftir andlát hans var dóttir hans, Jenny, að þrífa heimili hans. Þá fann hún poka fullan af jólagjöfum og var hann merktur Cadi. Hún kom pakkanum til skila. Í honum voru 13 jólapakkar handa Cadi. Einn fyrir hvert ár þar til hún verður 16 ár. Hann hefur greinilega lagt mikla vinnu í að velja gjafir og pakka þeim inn.

Hluti gjafanna.

Daily Mail hefur eftir Owen og Caroline að þetta hafi svo sannarlega snert strengi í hjörtum þeirra og ekki hafi verið laust við að tár hafi brotist fram. Ken hafði sagt nágrönnum sínum að hann vonaðist eftir að ná 100 ára aldri svo hann gæti fylgst með Cadi vaxa úr grasi.

Fyrsta gjöfin.

Cadi hefur nú þegar opnað gjöf þessa árs en í pakkanum var barnabókin Christmas Eve at the Mellop‘s eftir Tomi Ungerer.

Owen segir að nokkrar bækur séu í staflanum, þá séu einnig mjúkir pakkar og kannski Duplo.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á