fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

123 risaskjaldbökum stolið á Galapagoseyjum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 04:27

Mynd úr safni. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófar hafa stolið 123 ungum risaskjaldbökum frá uppeldisstöð á Galapagoseyjum að sögn umhverfisráðuneytis Ekvador. Rannsókn stendur nú yfir á málinu og segja yfirvöld að uppeldisstöðin hafi ekki verið með nægilega gott eftirlitskerfi.

Ekkert myndbandsupptökukerfi er í uppeldisstöðinni sem er á miðhluta Isla Isabela. Washington Paredes, talsmaður stjórnvalda, segir að gæslan hafi verið mjög léleg í uppeldisstöðinni. Þjófar hafi getað athafnað sig frjálst og tekið skjaldbökurnar. Þær eru af tegundunum Chelonoidis vicina og Chelonoidis guntheri.

Skjaldbökurnar eru mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og þungar refsingar liggja við brotum sem ógna náttúru þessara einstöku eyja. Ef þjófarnir nást eiga þeir allt að 10 ára fangelsi yfir höfði sér.

12 skjaldbökutegundir búa á Galapagoseyjum. Þrettánda tegundin, Chelonoidis abingdonii dó út 2012. Galapagoseyjar eru á heimsminjaskrá Unesco.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart