fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Óttast að stríð brjótist út á Balkanskaga

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. september 2018 07:04

Balkanskagi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir viðræður á milli stjórnvalda í Serbíu og Kósovó um að breyta landamærum ríkjanna. Samningurinn gengur út á að „skipta“ á landsvæðum við núverandi landamæri. Þannig verði sveitarfélög í Kósovó, þar sem margir Serbar búa, hluti af Serbíu og öfugt. Framkvæmdastjórn ESB og bandarísk stjórnvöld hafa lagt blessun sína yfir þessi skipti. En þau falla ekki öllum jafn vel í geð og óttast margir sérfræðingar og stjórnvöld víða í Evrópu að þetta geti leitt til nýrra stríðsátaka á hinum eldfima Balkanskaga.

Christian Axboe Nielsen, sérfræðingur í málefnum Balkanskagans hjá Árósaháskóla, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að með því að breyta landamærunum vegna íbúasamsetningarinnar sé verið að endurtaka sumar þeirra ákvarðana sem komu stríðinu á Balkanskaga af stað á tíunda áratugnum. Hann sagði að í 20 ár hafi ESB staðið fast á að ekki eigi að breyta landamærum á Balkanskaganum vegna hættunnar á að það valdi stríði og hörmungum. Meginreglan hafi verið að fara eigi vel með minnihlutahópa í ríkjunum og forðast breytingar á landamærum. Nú styðji hins vegar ESB og Bandaríkin breytingar á landamærum til að hægt sé að búa til ríki sem eru einsleit hvað varðar íbúa og án minnihlutahópa. Þetta eru stór mistök að hans sögn.

Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrrum sérstakur sendimaður ESB á Balkanskaga, og tveir aðrir fyrrum sendimenn ESB á skaganum, hafa tjáð sig um málið og segja það mistök. Þetta verði misnotað af þjóðernissinnum til að krefjast enn frekari breytinga á landamærum og muni raska jafnvæginu í öðrum ríkjum.

Meðal þeirra hættu sem er talin á ferðum er að í kjölfarið muni Bosnía og Makedónía krefjast breytinga á landamærum sínum og það sama geti sjálfstæðissinnar í Úkraínu og á Spáni gert. Með því að styðja þessar breytingar eru ESB og Bandaríkin því að margra mati að skapa nýtt fordæmi sem aðrir geta nýtt sér til að styrkja kröfur sínar.

Yfirvöld í Þýskalandi, Bretlandi og Króatíu eru á móti breytingunum og í vikunni sagði forsætisráðherra Króatíu að breytingar á landamærunum þýði stríð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu

Ökumaður í hörmulegu bílslysi í Flórída á ekki von á góðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi

Dauðþreyttir á blindfullum túristum sem æla og míga upp um alla veggi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna

Þolinmæðin er á þrotum – Áfengisbann til að takast á við of mikinn fjölda ferðamanna