fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Allir íbúar þorps á Grænlandi fluttir á brott – Óttast flóðbylgju frá risastórum ísjaka

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 07:50

Hér sést vel hversu stór ísjakinn er. Mynd:Skjáskot af YouTube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Grænlandi hefur nú flutt alla 169 íbúa þorpsins Innaarsuit á vesturströndinni á brott. Þetta er gert vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þorpinu. Risastóran ísjaka rak nýlega inn að þorpinu og er óttast að hann brotni eða velti og valdi stórri flóðbylgju.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Liva Davidsen, hjá lögreglunni á Grænlandi, að af þessum ástæðum hafi verið ákveðið að rýma þorpið. Hún sagði að vindáttin væri hagstæð í dag og því væri vonast til að jakann reki á brott frá þorpinu.

Það er Grænlendingum enn í fersku minni þegar fjórir létust og ellefu slösuðust í mikilli flóðbylgju sem skall á þorpinu Nuugaatsiaq við Uummannaq þann 17. júní á síðasta ári. Þá féll mikil skriða í sjó fram og hratt stórri flóðbylgju af stað. Nuugaatsiaq og nágrannaþorpið Illorsuit standa bæði tóm enn í dag því óttast er að önnur skriða falli í sjó fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á