fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Dularfullt mannshvarf skekur Svíþjóð – Þriggja barna móðir og prestur hvarf á dularfullan hátt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 19. maí 2018 07:31

Lena Wesström

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska lögreglan leitar nú logandi ljósi að Lena Wesström, 45 ára þriggja barna móður og presti, sem hvarf frá heimili sínu í Örebro aðfaranótt 15. maí. Síðast heyrðist frá henni um klukkan 23 kvöldið áður. Wesström býr í raðhúsi í rólegu hverfi í Örebro. Expressen segir að lögreglan telji að hvarf hennar hafi borið að með glæpsamlegum hætti.

Aftonbladet segir að það hafi verið á þriðjudagsmorguninn sem ættingjar Wesström uppgötvuðu að hún var horfin. Allar eigur hennar voru í húsinu hennar en útidyrnar stóðu opnar. Lögreglan hóf strax leit að henni og vann frá upphafi út frá þeirri kenningu að Wesström hefði verið rænt.

Farsími hennar hefur verið staðsettur nærri heimili hennar út frá gögnum frá símafyrirtækjum en hefur ekki fundist.

Lögreglan ákvað að birta nafn Wesström í gær og mynd í fjölmiðlum í þeirri von að almenningur geti komið með upplýsingar sem gagnast við rannsókn málsins.

Wesström er sögð vera dugleg móðir unglinga, hún var prestur í fríkirkju fyrir nokkrum árum en hefur starfað með flóttamönnum undanfarið, hún er virk á samfélagsmiðlum og hefur áhuga á líkamsrækt og útiveru.

Expressen segir að lögregluna gruni að öfundsýka vegna ástarmáli geti legið að baki hvarfi Wesström. Einn var handtekinn fyrr í vikunni vegna málsins en var látinn laus skömmu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart