fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Neytendur

„Ástandinu í dag má líkja við alvarleg sjúkdómseinkenni í íslensku hagkerfi“

Formaður Neytendasamtakanna segir neytendur og innlenda matvælaframleiðendur líða fyrir ofurvexti Seðlabankans

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrking krónunnar undanfarið virðist hafa skilað sér í lægra vöruverði á innfluttum matvælum í verslunum. Á móti kemur að verð á íslenskum matvælum, sumum hverjum, hefur hækkað verulega á sama tíma, í mörgum tilfella langt umfram verðlag. Í helgarblaði DV er skýringa leitað.

Skaðleg ofurvaxtastefna

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, skellir skuldinni á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands, sem bæði íslenskir neytendur og innlendir framleiðendur líði fyrir. Samanburður DV nú staðfesti það sem samtökin hafi bent á.

„Að helstu áhrif ofurvaxta Seðlabanka Íslands til varnar verðbólgu hér á landi koma fram í því að gengi krónunnar hækkar, sem leiðir til verðlækkunar á innfluttum vörum. Talsverð undirliggjandi verðbólga er hins vegar þegar innlend framleiðsla er skoðuð. Ofurvextir Seðlabankans eru raunar kostnaðarauki fyrir innlenda framleiðendur og ýta undir verðhækkanir og þar með verðbólgu. Við þetta má bæta að ofurvextir Seðlabankans gera ekkert til að slá á verðhækkanir á fasteignamarkaði því enginn liður í vísitölu neysluverðs hefur hækkað meira en einmitt húsnæðisliðurinn. Án húsnæðisliðarins hefði vísitala neysluverðs farið lækkandi allt frá árinu 2015.“

Á meðan styrking krónunnar hefur skilað sér í lægra matvöruverði á innfluttum vörum til neytenda hefur innlend framleiðsla hækkað í verði.
Sífellt dýrara að kaupa innlent Á meðan styrking krónunnar hefur skilað sér í lægra matvöruverði á innfluttum vörum til neytenda hefur innlend framleiðsla hækkað í verði.

Ólafur segir að svo virðist sem ofurvaxtastefna Seðlabankans hafi lítil áhrif á verðlag á Íslandi, önnur en þau að koma í veg fyrir lækkun vísitölu neysluverðs og standa þannig í vegi fyrir því að höfuðstóll húsnæðislána heimilanna og verðtryggðra lána fyrirtækjanna lækki.

En nokkrar augljósar skýringar eru á ólíkri verðþróun íslenskrar framleiðslu og innfluttra vara.

„Ofris krónunnar vegna of hárra vaxta Seðlabankans veldur lækkun á innkaupsverði innfluttra vara í krónum. Sömu áhrif hefur niðurfelling tolla og vörugjalda, sem nokkuð hefur verið um. Raunar ættu innflutt matvæli að hafa lækkað enn frekar en raun ber vitni ef einungis er horft til áhrifa af gengisþróun.“

Launaþróun innanlands hafi síðan haft áhrif til hækkunar á framleiðslukostnaði innlendra matvæla. Ofurvextir Seðlabankans valdi því svo að öll fjármögnun innlendra framleiðenda og fjárfesting sé mun dýrari en hjá erlendum framleiðendum sem búi við vaxtakostnað sem nemi einungis broti af þeim kostnaði sem innlendir framleiðendur og íslenskir neytendur búi við.

Óásættanlegt

Ólafur segir aðspurður að þessi þróun sé óásættanleg út frá sjónarmiði neytenda. „Ástandinu í dag má líkja við alvarleg sjúkdómseinkenni í íslensku hagkerfi. Reynslan hefur sýnt okkur að svona ástand leiðir að lokum óhjákvæmilega til kollsteypu í hagkerfinu með tilheyrandi verðbólguholskeflu sem mun reynast neytendum þungbær í verðtryggingarumhverfi þar sem öll áhætta af efnahagsóstöðugleika er flutt af fjármálafyrirtækjum yfir á neytendur og atvinnufyrirtækin í landinu.“

Nánar um málið í DV í dag

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Neytendur
18.01.2018

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið
Neytendur
13.01.2018

New York, Taíland, Spánn eða Balí?

New York, Taíland, Spánn eða Balí?
Neytendur
23.12.2017

Það kostar svona mikið að halda jól

Kostnaður vísitölufjölskyldunnar varla undir 150 þúsund krónum

Það kostar svona mikið að halda jól
Neytendur
12.12.2017

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“

Telma varpar ljósi á íslenska neysluskrímslið: „Á nákvæmlega sama augnabliki lítur fátæka stúlkan upp“
Neytendur
16.11.2017

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim

Dauðinn er dýr: Það kostar svona mikið að kveðja þennan heim
Neytendur
12.11.2017
Dauðinn er dýr
Neytendur
08.11.2017

Þýsk heimildarmynd afhjúpar Haribo: Barnaþrælkun og slæmur aðbúnaður dýra

Svín með gapandi sár – Verkamenn í Brasilíu vinna við frumstæðar aðstæður

Þýsk heimildarmynd afhjúpar Haribo: Barnaþrælkun og slæmur aðbúnaður dýra
Neytendur
19.10.2017

Aðdáendur Quality Street geta tekið gleði sína á ný: Brúni molinn kemur aftur fyrir jólin

Aðdáendur Quality Street geta tekið gleði sína á ný: Brúni molinn kemur aftur fyrir jólin
Neytendur
02.10.2017

Hæstu áfengisskattar í Evrópu: Sjáðu muninn á Íslandi og Noregi – „Takmarkalausu skattagleði stjórnvalda

Hæstu áfengisskattar í Evrópu: Sjáðu muninn á Íslandi og Noregi – „Takmarkalausu skattagleði stjórnvalda