fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Neytendur

Tvöfaldur verðmunur á dekkjum: Segir að fæstir kaupi dekk á uppsettu verði

„Neytendasamtökin telja þetta ekki góða viðskiptahætti“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. nóvember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meira en tvöfaldur munur reynist á dekkjaverði í verðkönnun DV. Á bilinu 118-139% munar á listaverði Michelin sumardekks hjá N1. Á negldum Nokian hjólbarða hjá Max1 munar 97-120%. Munurinn reynist með örum orðum ríflega tvöfaldur. Forsvarsmenn beggja fyrirtækja segja við DV að verðmunur á milli landa sé samkvæmt þeirra mælingum mun minni að jafnaði. DV valdi dekkin af handahófi.

Þá segir framkvæmdastjóri Max 1 við DV að fæstir kaupi dekk fullu verði. Flestir séu með einhvers konar afsláttarkort eða fá afslátt. Hann er ósammála blaðamanni um að það séu ekki góðir viðskiptahættir.

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir við DV að afsláttar­menning sé ómenning sem sé fjandsamleg neytendum. „Neytandinn á að geta gengið að því vísu hvað hlutirnir kosta. Neytendasamtökin telja þetta ekki góða viðskiptahætti.“

Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri Max1, segist ekki hafa einhlíta skýringu á þessum mikla verðmun. Hann segir aðspurður að fyrirtækið reyni að ná um 30% framlegð af dekkjasölu, svo reksturinn gangi upp. Hann segir að í þeim dæmum sem hann hafi skoðað sé verðmunurinn á milli Íslands og annarra Norðurlanda á bilinu 15–20%. „Við erum ekki sáttir ef við erum að kaupa dekkin á hærra verði en þessir aðilar,“ segir hann í samtali við DV.

Hann bendir á að verðstríð virðist hafa verið á dekkjum í netverslun í Bretlandi undanfarið og bendir líka á að umfelgun sé mun dýrari í samanburðarlöndunum. Þá hafi Max1 keypt dekkin í ágúst þegar gengið var ekki eins sterkt. „En þessar fréttir eru áskorun fyrir okkur um að gera betur,“ viðurkennir hann.


Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir í svari til DV að ef umrædd dekk væru keypt inn í dag væri listaverðið 19.500 krónur en ekki 22.990. Gengisstyrking krónunnar gagnvart sænsku krónunni skýri þann mun en N1 kaupir dekkið af Michelin í Svíþjóð. Sú verslun þjóni Norðurlöndunum. Hann segir að með teknu tilliti til 12–15% afsláttar til neytenda – sem sé algengast – myndi dekkið kosta 16.575 krónur með virðisaukaskatti. Hann segir að listaverð frá Michelin á þessu dekki sé 19.933 miðað við gengi og með virðisaukaskatti. „Okkar kjör reiknast frá þessum verðum.“

Eggert segir að í Svíþjóð fáist þetta dekk núna á afslætti í Euromaster vegna þess að um er að ræða sumardekk á um 14.400 íslenskar krónur. Euromaster sé stærsta keðjan á Norðurlöndum og í eigu Michelin. Þar ættu dekkin að vera á besta mögulega verði. Eggert segir að kostnaður nágrannalandanna vegna innflutnings, lagerhalds og dreifingar sé brot af því sem Íslendingar búa við. Í umræðunni um íslenska verslun gleymist stundum hve hár fjármagnskostnaður sé á Íslandi. Vextir á Íslandi séu himinháir í samanburði við hin löndin. Það skekki allan samanburð. „Við reynum eins og við getum að bera okkur saman við aðrar sambærilegar keðjur úti í verði og teljum okkur standa okkur ágætlega miðað við að við búum við talsvert annan veruleika.“

Hann segir ekki sanngjarnt að bera verð í N1 saman við erlendar vefverslanir sem afgreiða beint frá framleiðendum með engum tilkostnaði. „Við erum að reka verkstæði búin fullkomnustu tækjum sem völ er á og erum í flestum tilfellum að rukka mun minna fyrir vinnu við umfelganir en sambærilegar keðjur í Svíþjóð.“

Sjá einnig: Okrað á Íslendingum

Sjá einnig: Verðsamanburður: Tvöfaldur verðmunur á leikföngum

Sjá einnig: Sláandi verðmunur á sjónvarpstækjum hér og í nágrannalöndunum

Sjá einnig: IKEA reyndist með um 30% hærra verð en nágrannalöndin

Sjá einnig: Nike hlaupaskór þriðjungi dýrari á Íslandi

Sjá einnig: Tripp trapp stóllinn helmingi dýrari á Íslandi

Sjá einnig: Reiðhjólið 40% dýrara á Íslandi en í nágrannalöndunum

Sjá einnig: Apple Macbook kostar 38% meira á Íslandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Neytendur
24.07.2020

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti

Ertu að fara í sumarfrí? Svona minnkar þú líkur á innbroti
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.02.2020

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“

SS minnkar umbúðirnar en verðið hækkar – „Hættur að kaupa“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
EyjanNeytendur
29.07.2019

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“

Icelandair hækkaði fargjaldið í miðri bókun um 42 þúsund krónur – „Er græðgin gengin af göflunum?“
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
10.05.2019

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“

Launafólk hefur axlað ábyrgð – Nú er komið að fyrirtækjunum: „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn