Tölvulistinn segist þurfa að kaupa af Epli og að skýringa eigi að leita þar
Apple Macbook Air kostar tæplega 180 þúsund krónur í Tölvulistanum. Verðið í sambærilegum verslunum í hinum löndunum þremur er 122-135 þúsund krónur. Verðmunurinn er að jafnaði 38%. Þetta leiðir verðsamanburður DV í ljós. Varan var valin af handahófi og hvergi var tekið tillit til afsláttar eða sérkjara. Þá var ekki miðað við netverslanir.
Gunnar Jónsson hjá Tölvulistanum segir í svari við fyrirspurn DV að til þess að geta fengið Apple Macbook-fartölvurnar með íslensku lyklaborði þurfi Tölvulistinn að kaupa þær af Epli. „Þær sem þú ert að bera saman við eru því ekki með sama lyklaborði.“ Hann segir að Tölvulistinn leggi nánast ekkert ofan á heildsöluverð frá Epli og vísar á forsvarsmenn þess fyrirtækis varðandi nánari útskýringu á verðmuninum. Þar eigi verðmyndunin sér stað.
Sjá einnig: Okrað á Íslendingum
Sjá einnig: Verðsamanburður: Tvöfaldur verðmunur á leikföngum
Sjá einnig: Sláandi verðmunur á sjónvarpstækjum hér og í nágrannalöndunum
Sjá einnig: IKEA reyndist með um 30% hærra verð en nágrannalöndin