fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Neytendur

Reglur um handfarangur ekki til þess gerðar að auka tekjur

Öll flugfélög í heiminum eru með töskumátara

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 5. október 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarinn sólarhring hafa margir deilt og sett „like“ á færslu á Facebook þar sem kona gagnrýnir WOW air fyrir að farþegar þurfi að setja handfarangur í svokallaðan tösku-mátara. Ef taskan passar ekki þá þurfi viðkomandi að reiða fram 5000 krónur.

Þá segir í færslunni að með þessu hafi WOW air tekið upp nýjar reglur til að ná í peninga farþega sinna.

Handfarangurinn þarf að passa

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við DV að reglurnar séu síður en svo nýjar af nálinni. Það sé hinsvegar hárrétt að handfarangur farþega þurfi að passa í farangurshólfið sem eru fyrir ofan sætin í vélinni.

„Svo farþegar geti verið vissir um að hann passi þá eru þessir „tösku-mátarar“ til staðar bæði við innritunarborðin sem og við brottfararhliðið.“

Svanhvít segir að öll flugfélög í heiminum séu með svona mátara.

„Þetta er öryggisatriði þar sem farangurshólfin taka bara ákveðna stærð af farangri,“ segir hún og bætir við að ef handfarangurinn passar ekki inn í vél þá er hann færður í farangurgeymslu vélarinnar.

„Þar sem við erum lággjaldaflugfélag þá rukkum við sérstaklega fyrir innritaðan farangur. Þess vegna þarf fólk að greiða 5000 krónur fyrir töskuna ef hún of stór til að passa í farþegarýmið.“

Ein taska leyfilega

Þá segir á heimasíðu WOW air að hver gestur megi hafa með sér eina tösku í handfarangur.
Innifalið í flugmiðanum er ein lítil handfarangurstaska að hámarki 42x32x25cm (10kg) með handfangi og hjólum.

EÐA

Hægt er að kaupa farangursheimild fyrir stóra handfarangurstösku að hámarki 56x45x25cm (12kg) með handfangi og hjólum.

Jafnframt má hafa meðferðis einn lítinn hlut til persónulegra nota s.s. fartölvu, myndavélatösku eða litla handtösku, að hámarki 42x20x20cm, sem verður að komast fyrir undir sæti fyrir framan. Auk þess er leyfilegt að hafa meðferðis fríhafnarpoka í vélina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“