fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Matur

Burrata pitsa sem lætur þig kikna í hnjánum

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 21. mars 2023 10:21

Þessi dásamlegi burrata ostur lætur þig kikna í hnjánum, ómótstæðilega ljúffeng samsetning af pitsu sem kemur beint úr smiðju Berglindar Hreiðars. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hreiðars er náttúrulega algjör snillingur og kann svo sannarlega að gleðja okkur með sínum dásamlegu uppskriftum. Hér heldur hún áfram að láta okkur slefa yfir sínum sælkera kræsingum, nú er það Burrata pitsa sem þið eigið algjörlega eftir að missa ykkur yfir.

„Burrata ostur er ein af þessum sem lætur mann kikna í hnjánum. Það er svo gott að nota hann í ýmsa matargerð og á pizzur er hann guðdómlegur. Ég smakkaði fyrst Burrata ost í Friðheimum fyrir nokkrum árum og eftir það var ekki aftur snúið,“ segir Berglind.

Hér kemur þessi guðdómlega uppskrift beint úr smiðju Berglindar á Gotterí og gersemar:

Burrata pitsa

Uppskrift fyrir eina pizzu (fyrir 1-2 manns)

Pitsadeig að eigin vali

Pitsaasósa að eigin vali

Oreganó krydd

Pitsaaostur frá Gott í matinn

Grænt basil pestó (nokkrar teskeiðar)

Rautt chilli pestó (nokkrar teskeiðar)

Klettasalat (1 lúka)

100 g Piccolo tómatar (skornir niður)

1 Burrata kúla frá Gott í matinn

Góð ólífuolía

Balsamik gljái

Fersk basilika (söxuð)

Hitið ofninn í 220°C og fletjið pitsadeigið út þar til það verður um 30 cm í þvermál. Komið deiginu fyrir á bökunarplötu, smyrjið pitsasósu yfir allt og setjið pitsaost og oreganó eftir smekk, brjótið næst aðeins upp á kantana. Bakið í um 15 mínútur eða þar til kantarnir gyllast vel og takið þá úr ofninum. Setjið smá grænt og rautt pestó hér og þar um pitsuna, næst klettasalat á hana miðja og dreifið úr tómötunum. Komið þá Burrata kúlunni fyrir á miðjunni og setjið ólífuolíu og balsamik gljáa yfir allt og loks smá basilíku.

*Allt hráefnið í þessa pitsu fæst í verslunum Bónus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði