fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Gísli Matt afhjúpar leyndardóma Slippsins á Héðinn Kitchen & Bar

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 16:01

: Einn ástsælasti matreiðslumaður landsins Gísli Matt og landsliðskokkar Héðins taka höndum saman og afhjúpa leyndardóma Slippsins. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn framúrskarandi og ástsæli matreiðslumeistari Gísli Matt og landsliðskokkar Héðins taka höndum saman og sameina visku og ástríðu sína á matargerð helgina 10.-11. febrúar á Héðinn Kitchen & Bar. Matseðillinn verður í anda Slippsins, þar sem innblástur er sóttur til íslenskrar náttúru og hafsins. Gísli er eigandi veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, og hafa bæði Gísli og staðurinn notið mikilla vinsælda og vakið mikla athygli innanlands og erlendis.

„Við erum mjög spenntir fyrir þessu samstarfi. Gísli hefur verið að gera frábæra hluti og hlotið verðskuldaða athygli fyrir þá. Eldhúsið er hans þessa helgina og ég held mér sé óhætt að segja að gestir Héðins eigi alveg frábæra upplifun í vændum, “ segir Sindri Guðbrandur Sigurðsson yfirkokkur Héðins.

Sindri Guðbrandur Sigurðsson er einnig landsliðsþjálfari kokkalandsliðsins.

Endurspeglar hafið og náttúruna

„Ég hlakka mikið til að koma og elda fyrir gesti Héðins þessa helgi. Matreiðsla er mín ástríða og matseðillinn mun endurspegla allt það besta sem hafið og náttúran gefa okkur og hversu gott hráefni við höfum í höndunum til að skapa einfalda en fágaða rétti. Bókin mín verður til sölu á staðnum, fyrir þau sem vilja kafa dýpra í mína sýn og nálgun á matargerð,“ segir Gísli.

Matseðillinn er samsettur af sjö frumlegum og fáguðum réttum og vínpörun verður í boði fyrir þau sem vilja taka þetta alla leið. Einstök matarupplifun sem enginn sælkeri vill missa af.

Slippurinn í Vestmannaeyjum, opnaði árið 2012 og Næs. Gísli á og rekur einnig Skál! við Hlemm Mathöll en sá staður hefur notið mikilla vinsælda og hlaut “BIB-Gourmand” verðlaun frá Michelin Award árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum