fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Svalandi sumarsangria færir okkur sumarið

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 10:52

Berglind sá þessa hugmynd af sangriu hjá Plated Cravings og útfærði eftir hún blönduna sínu höfði og útkoman er hreint út sagt dásamleg. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er úti veður vont og allir halda að allt fari í klessu. Þá er lag að útbúa eitthvað sumarlegt og gleðja sálina og augað. Ef þessi sumarsangria færir okkur ekki sumarið þá vitum við ekki hvað. Ástríðuávöxturinn í bland við allt þetta sumarlega hráefni, er fullkomið. Súper svalandi og fullkominn drykkur.

Berglind Hreiðars okkar ástsæli köku- og matarbloggari deilir þessum dásamlegu sumarlegu uppskriftum á bloggsíðu sinni Gotterí og gersemar. „Ég sá þessa hugmynd af sangriu hjá Plated Cravings og útfærði eftir mínu höfði og útkoman var hreint út sagt dásamleg,“ segir Berglind er í sumarskapi þrátt fyrir að veðrið sé að stríða okkur þessa dagana. Ef þið viljið hafa sangriuna alla áfengislausa má setja meira appelsínu sódavatn í staðinn fyrir hvítvínið.

Sumarsangria

Um það bil 10 glös

1 appelsína

2 lime

4 x ástríðuávöxtur

300 ml ananassafi

200 ml appelsínusafi

500 ml sódavatn með appelsínubragði (Toppur)

600 ml Muga hvítvín eða hvítvín að eigin vali

Skerið appelsínu og lime niður í bita. Gott að skipta hverri appelsínusneið í 6 hluta og hverju lime í 4 hluta, setjið í stóra skál. Skafið innan úr ástríðuávextinum og setjið í skálina. Hellið næst ananassafa, appelsínusafa, sódavatni og hvítvíni í skálina og hrærið saman. Fyllið glös af klökum og loks sangriu. Ljúft að njóta með girnilegu hnetumixi og smáréttum að eigin vali.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum