fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Matur

Gabríel töfrar fram tryllingslega gott tígrisrækjusalat

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 9. júní 2022 16:15

Gabríel er hrifinn af sjávarfangi og býður hér upp á girnilegt tígrísrækjusalat með sumarlegu ívafi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríel Kristinn Bjarnason, 22 ára matreiðslumaður, veit fátt skemmtilegra en að grilla og elskar að prófa sig áfram með alls konar rétti á grillinu. Nú þegar sumarið er komið er Gabríel duglegur að grilla og finnst ávallt jafn gaman að gleðja vini sína og fjölskyldu með sælkerakræsingum. „Þegar ég er að grilla á sumrin finnst mér ómissandi að hafa íslenskt smjör með, því það er gott með öllu, kjöti og grænmeti og hægt er að nota það á marga vegu. Svo er það líka bara svo gott.“

Á dögunum í Grillblaðið Fréttablaðsins bauð Gabríel upp á syndsamlega ljúffengt tígrisrækjusalat sem steinliggur þegar grilla á sælkerarétti.

Tígrisrækjusalat

1 poki tígrisrækjur, frosnar, afþíðið

Marínering fyrir tígrisrækjurnar

300 g olía

50 g srirachasósa

200 g milt chillipaste

30 g túrmerik

50 g reykt paprikuduft

20 g salt

10 g svartur pipar

30 g hvítlauksduft

1 box blandað salat frá Lambhaga

Blandið öllu saman og marínerið rækjurnar. Leyfið rækjunum að liggja í maríneringunni í sólarhring inni í kæli. Fyrir grillunina þræðið rækjurnar upp á grillspjót og grillið. Það tekur örskamma stund að grilla þær.

 

Svo er hægt að toppa réttinn með því sem ykkur þykir girnilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?
Matur
Fyrir 3 vikum

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?
HelgarmatseðillMatur
27.05.2022

Syndsamlega ljúffengur helgarmatseðill í boði Evu Maríu

Syndsamlega ljúffengur helgarmatseðill í boði Evu Maríu
Matur
26.05.2022

Kryddin sem töfruðu matargestina á Duck & Rose upp úr skónum

Kryddin sem töfruðu matargestina á Duck & Rose upp úr skónum
Matur
15.05.2022

Sunnudagur til sælu – Nýbökuðu marmarakaka með kaffinu

Sunnudagur til sælu – Nýbökuðu marmarakaka með kaffinu
HelgarmatseðillMatur
13.05.2022

Seiðandi Eurovision partí helgarmatseðillinn hennar Unu sem mun slá í gegn

Seiðandi Eurovision partí helgarmatseðillinn hennar Unu sem mun slá í gegn
HelgarmatseðillMatur
06.05.2022

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur
Matur
06.05.2022

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars