fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Matur

Grilluð ávaxtaspjót með bræddu súkkulaði fyrir sælkera

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 12. júní 2022 09:18

Berglind Hreiðars mælir með grilluðum ávaxtaspjótum í eftirétt á góðum sumardegi. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grillaðir eftirréttir eru hrein dásemd fyrir bragðlaukana og eiga vel við á sumrin.  Berglind okkar Hreiðars köku- og matarbloggari með meiru sem heldur úti síðunni Gotterí og gersemar er hér með eina hugmynd sem steinliggur. Berglind lofar að koma með fleiri hugmyndir og uppskriftir af grilluðum eftirréttum á næstunni.

„Þessir ávextir voru dásamlegir með nýbræddu súkkulaði og síðan hugsa ég að þeir færu einnig mjög vel með ís eða rjóma,“ segir Berglind og nýtur þess að töfra fram rétti með bræddu súkkulaði. Svo mælir Berglind með rósavíni með grilluðu ávöxtunum.

Grilluð ávaxtaspjót með súkkulaði

5-6 spjót

½ ferskur ananas

3 ferskjur

15-20 Driscolls jarðarber

50 g brætt dökkt súkkulaði

2 msk. söxuð mynta

Skerið ananas og ferskjur niður í hæfilega stóra bita. Raðið ananas, ferskjum og jarðarberjum til skiptis upp á grillspjót. Grillið á meðalheitu grilli í um 2 mínútur á hvorri hlið. Raðið á bakka og setjið brætt súkkulaði yfir allt og saxaða myntu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?

Vantar þig töfralausn við þrifin á óhreinni pönnu og eldavél?
Matur
Fyrir 3 vikum

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?

Vissir þú að Focaccia er upprunnið frá Norður-Ítalíu?
HelgarmatseðillMatur
27.05.2022

Syndsamlega ljúffengur helgarmatseðill í boði Evu Maríu

Syndsamlega ljúffengur helgarmatseðill í boði Evu Maríu
Matur
26.05.2022

Kryddin sem töfruðu matargestina á Duck & Rose upp úr skónum

Kryddin sem töfruðu matargestina á Duck & Rose upp úr skónum
Matur
15.05.2022

Sunnudagur til sælu – Nýbökuðu marmarakaka með kaffinu

Sunnudagur til sælu – Nýbökuðu marmarakaka með kaffinu
HelgarmatseðillMatur
13.05.2022

Seiðandi Eurovision partí helgarmatseðillinn hennar Unu sem mun slá í gegn

Seiðandi Eurovision partí helgarmatseðillinn hennar Unu sem mun slá í gegn
HelgarmatseðillMatur
06.05.2022

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur

Dýrindis helgarmatseðill af betri gerðinni sem steinliggur
Matur
06.05.2022

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars

Sjáið matseðilinn á Hnoss á HönnunarMars