Omnom súkkulaðigerðin er þekkt fyrir listræna súkkulaði skúlptúra og Mr. Carrots er eitt þeirra. „Súkkulaðigerð má líkja við ferðalag eða leiðangur og er súkkulaðikanínan okkar Mr. Carrots útkoman slíks ferðalags,“ segir Kjartan Gíslason, einn stofnenda Omnom og súkkulaðigerðarmaður um súkkulaðilistaverkið sem vakið hefur athygli um heim allan.

Súkkulaðikanínan, Mr. Carrots, er búin til úr lakkrísssúkkulaði Omnom sem er eitt vinsælasta súkkulaði Omnom frá upphafi og er einungis til í mjög takmörkuðu upplagi í vefverslun Omnom sem og í verslun Omnom út á Granda.

Hægt er að kaupa Mr. Carrots gegnum vefverslun Omnom en verslun Omnom verður opin alla páskana súkkulaðiunnendum til mikillar gleði.