fbpx
Þriðjudagur 29.nóvember 2022
Matur

Ekkert lát á vinsældum laufabrauðsins

Sjöfn Þórðardóttir
Fimmtudaginn 20. október 2022 22:53

Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri hjá Gæðabakstri segir að margir kjósi laufabrauðið eintómt eða með smjöri en hann sjái líka að fólk velur hangikjöt, ost, mysing, brauðsalat og sultu ofan á laufabrauðið. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laufabrauðsframleiðslan er komin á fullt hjá Gæðabakstri og laufabrauð streymir í verslanir núna í október, nóvember og desember. „Við hófum framleiðsluna á ósteiktu laufabrauði en nú er framleiðslan komin yfir í það steikta,“ segir Gísli Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs.

Talið er að laufabrauðsgerðina megi rekja til 18. aldar. Minnst er á það í orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík frá fyrri hluta aldarinnar. Þar segir að laufabrauð sé sælgæti Íslendinga, ef marka má Wikipedia. Í upphafi var laufabrauðsástríðan fyrst og fremst á Norðurlandi en þokaðist síðan hægt suður yfir heiðar. Á liðnum áratugum hefur laufabrauðið áunnið sér fastan sess í jólahaldi þúsunda íslendinga um allt land og margs konar tegundir hafa litið dagsins ljós á liðnum árum.

Sykrað kaffi eða ostasósu á laufabrauðið
Gísli segir að laufabrauðið passi vel með flestum jólamat, með eða án smjörs, Þó séu margir sem fái sér eitthvað allt annað ofan á laufabrauðið, listinn sé langur og fjölbreyttur. ,,Margir kjósa það eintómt eða með smjöri en við sjáum líka að fólk velur hangikjöt, ost, mysing, brauðsalat og sultu ofan á laufabrauðið. Þá vitum við til þess að fólk sé að setja sykrað kaffi á laufabrauðið, maís, saltaða rúllupylsu, ídýfur og ostasósu, svo dæmi séu tekin. Það eru ekki neinar fastar reglur hvernig á að snæða laufabrauðið og við teljum að það sé mikilvægast að láta ímyndunaraflið ráða og njóta þess á sem fjölbreyttasta máta. Sumir snæða líka laufabrauð á Þorranum, sem er bara hið besta mál.”

90% þjóðarinnar borðar laufabrauð
Gísli nefnir að 90% þjóðarinnar borði laufabrauð, að því er fram kemur í könnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Gæðabakstur 2021. Stærsti aldurshópurinn sem borðar laufabrauð er 18-24 ára og 35-44 ára, eða 91%. ,,Það er ekkert lát á vinsældum laufabrauðsins enda sé mikil nýsköpun í framleiðslunni. Nú er hægt að fá vegan laufabrauð, með kúmeni og svo laufabrauð með íslensku blóðgergssalti, svo dæmi séu tekin.“

Þá segir hann að félagslegi þátturinn sé afar mikilvægur í laufabrauðsgerðinni. ,,Mörg dæmi eru um að stórfjölskyldur eða vinahópar komi saman á aðventunni til að skera út og steikja laufabrauð. Við útskurðinn sé æskilegt að hafa gott laufabrauðsjárn til verksins þó hver útskurðarmaður geti að sjálfsögðu skapað sína eigin list. Aðrir kjósa að fá laufabrauðið steikt og tilbúið til neyslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Jólasamlokurnar komnar á Lemon

Jólasamlokurnar komnar á Lemon
Matur
Fyrir 1 viku

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum

Klassískur bröns með nýstárlegu ívafi alla laugardaga á þakbarnum
Matur
Fyrir 2 vikum

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara

Bókin persónuleg og endurspeglar mig sem bakara
Matur
Fyrir 2 vikum

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi

Sjóðheitur og nýr neðanjarðar næturklúbbur opnaði í gærkvöldi
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 3 vikum

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana

Helgarmatseðillinn í boðið Söfu sveipaður töfrum fyrir bragðlaukana
Matur
Fyrir 3 vikum

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta

Brönsklúbburinn fyrir þær sem elska að lifa og njóta
Matur
22.10.2022

Gómsætar og krúttlegar lummur í dögurðinn sem hitta í mark

Gómsætar og krúttlegar lummur í dögurðinn sem hitta í mark
Matur
21.10.2022

Varúlfurinn ógurlegi í Svartaskógi er kominn aftur

Varúlfurinn ógurlegi í Svartaskógi er kominn aftur