fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Vatnsdeigsbollurnar sem klikka aldrei

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 12:00

Kristín Ewald er þekkt fyrir sínar sælkera kræsingar og töfrandi framsetningu í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur í eldhúsinu. Hér Kristín mætt með vatnsdeigsbollurnar sem eiga sér langa sögu. MYND ERNIR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldhúsdrottningin okkar Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður hjá LEX tekur bolludaginn ávallt með trompi að eigin sögn. „Mér finnst nauðsynlegt að baka bollur fyrir bolludag. Mér finnst það svo nauðsynlegt að ég hef þjófstartað án þess að fatta það. Bakaði kynstrin öll af bollum en komst að því þegar ég mætti í vinnuna á mánudegi að ég var viku of snemma. Tvöfaldur bolludagur á mínu heimili það árið,“segir Kristín og hlær.

Kristín er þekkt fyrir sínar ljúffengu kræsingar og fallegu framsetningu á öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Bollurnar eru þar engin undantekning. Hér deilir hún með lesendum sinni uppáhalds uppskrift af vatnsdeigsbollum og svo getur hver og einn valið sína fyllingu og toppað með sínu uppáhalds kremi, glassúr eða súkkulaði.

Mörgum finnst erfitt að baka vatnsdeigsbollur vegna þess að þær falla oft saman í bakstrinum. Besta ráðið sem flestir gefa er að vera með réttu uppskriftina og opna ekki ofninn meðan þær bakast. „Sú vatnsdeigsuppskrift sem aldrei hefur aldrei klikkað hjá mér er frá Helgu Sigurðardóttur, úr bókinni Matur og drykkur. Mamma gaf mér bókina sína sem er mjög mikið notuð, kjölurinn farinn af og einhvern tíma hefur verið gert við hana með sterku límbandi. Mér þykir mjög vænt um bókina sem var gefin út 1949 og það er gaman að fletta henni. Þar er að finna margar skemmtilegar uppskriftir og góð ráð. Lýsingarnar sem fylgja uppskriftunum endurspegla líka tíðarandann.  Hitastig er t.d. ekki gefið upp í gráðum heldur “bakist við háan hita” eða “bakist við góðan hita.” Ég læt vatnsdeigsuppskrift Helgu Sigurðardóttur fylgja hér og lýsinguna næstum eins og hún kemur fyrir í bókinni.“

Vatnsdeigsbollurnar hennar Helgu Sigurðardóttur

65 g smjörlíki (ég nota smjör)

125 g. hveiti

¼  l heitt vatn

3 egg

Salt, sykur

Smjörlíkið  (smjörið) og vatnið soðið saman í potti. Þá er hveitið látið saman við allt í einu og hrært stöðugt í, þar til það er þykkt, jafnt og kekkjalaust og losnar við pott og sleif. Látið í skál og breitt upp um barmana. Salti og sykri stráð á, til þess að skán myndist ekki, og látið kólna augnablik, en þarf ekki að verða alveg kalt. Þá er eggjunum hært í hálfu og hálfu í einu og síðan hrært viðstöðulaust í tuttugu mínútur. Þegar deigið er full hrært, á það að vera þykkt og þannig, að það renni ekki út, þegar því er sprautað á plötuna.

Í lýsingunni með uppskriftinni segir að misjafnlega mikil feiti sé höfð í þetta deig og er það kallað eftir því feitt eða magurt.  Sjálf hef ég haldið mig að mestu við hlutföllin sem gefin eru upp, frekar magurt deig held ég. Um bökunarhitann er sagt að ofninn eigi að vera vel heitur. Ég baka bollurnar á 180°C á blæstri. Bakaðar þar til þær verða fallega gylltar, í um það bil 20 mínútur.

Mér finnst svo ómissandi að nota Royal vanillubúðing á milli í bollunum. Það er nefnilega alveg eins og mamma gerði þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa