fbpx
Föstudagur 21.janúar 2022
Matur

Mjúkur marengsbotn rúllaður upp með hindberjarjóma og bræddu piparkökusúkkulaði getur ekki klikkað

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 4. desember 2021 10:00

Mjúkur marengsbotn rúllaður upp með hindberjarjóma og bræddu Nóa Síríus súkkulaði með piparkökubragði getur ekki klikkað, svo fullkomin brögð og áferð./Ljósmyndir Unnur María Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar líður að jólum er ávallt gaman að prófa sig áfram í bakstri og matargerð og leika sér með brögð í aðventunni. Una Guðmundsdóttir, starfar í markaðsdeild Heimkaupa og nú þegar jólin nálgast fer hugurinn á flug varðandi allskonar skemmtilegar uppskriftir. „Mér þykir einstaklega gaman að baka og prófa eitthvað nýtt og spennandi hverju sinni. Sörur elska ég að baka og prófa ég gjarnan að útfæra þær á mismunandi vegu, dumble karamellufyllingu, lakkrís fyllingu nú eða smá bailys líkjör út í kremið,“segir Una sem er búin að njóta þess að vera heima með yngsta fjölskyldumeðliminn, Þór Árnason 5 mánaða í eldhúsinu að stússast við bakstur og matargerð síðustu vikur og mánuði.

Mæðgin, Una Guðmundsdóttir og Þór Árnason, njóta þess að dunda sem saman í aðventunni og telja niður jólin./Ljósmyndir Unnur María Guðmundsdóttir.

„Það er alltaf spennandi að sjá hvað kemur nýtt fyrir jólin frá Nóa Síríus, ég er búin að vera að prófa mig áfram að nota rjómasúkkulaðið þeirra bæði með piparkökubragði og svo appelsínubragði og karamellukurli og þetta er alveg stórkostlega mikið sælgæti í baksturinn,“segir Una sem elskar að baka sælkerakræsingar.

Maturinn hennar mömmu markar jólin

Una heldur fremur fast í matarhefðir um jólin og er það maturinn hjá mömmu hennar sem spilar þar aðalhlutverkið. „Það sem að markar jólin mín er maturinn hennar mömmu, hamborgarahryggurinn og allt góða meðlætið sem að hún býður upp á með. Í forrétt hefur mamma gjarnan einstaklega góða aspassúpu,“segir Una og deilur hér með lesendum guðdómlega ljúffengri aspassúpu sem hún gerði ásamt nýbökuðum brauðbollum. Jólin hjá Unu verða þó öðruvísi í ár þar sem fjölskyldan ætlar að fara út fyrir landsteinana. „Í ár ætla ég að fjölskyldna mín að njóta þess að vera erlendis yfir jól og áramót saman. Þetta verða því skemmtilega öðruvísi jól, ætli kalkúnn verði ekki fyrir valinu í jólamatinn, hann getur svo sem ekki klikkað þegar fjölskyldan hittist og eldar saman enda margir mataráhugamenn í fjölskyldunni.“

Guðdómlega ljúffeng aspassúpa og nýbakaðar brauðbollur

Una deilir hér með lesendum einni af hennar uppáhalds uppskrift að marengsrúllu með hindberjum og rjómasúkkulaði með piparkökubragði. „Mjúkur marengsbotn rúllaður upp með hindberjarjóma og bræddu Nóa Síríus súkkulaði með piparkökubragði getur ekki klikkað,“segir Una að lokum og deilir hér líka með lesendum uppskrift af guðdómlega ljúffengu aspassúpunni að hætti mömmu hennar ásamt brauðbollum sem eru langbestar nýbakaðar með súpunni.

Aspassúpa mömmu

200 g ferskur aspas

Toro Aspassúpu duft

1 stk. grænmetisteningur

5 dl vatn

2 dl mjólk

5 msk. rjómi (einstaklega gott að þeyta smá aukar rjóma til að eiga út á súpuna í lokin)

420 g ORA aspas í dós

Salt & pipar eftir smekk

Aðferð:

 1. Setjið í pott aspas úr dós, vatn og mjólk og látið suðuna koma upp, hrærið.
 2. Setjið einn grænmetistenging út í leysið upp.
 3. Setjið Toro duftið út í og blandið vel saman
 4. Næst er smá rjómi settur saman við og kryddið svo að vild.
 5. Gróf saxið ferskan aspas og setjið út í blönduna og leyfið rétt að mýkjast í um það bil 20 mínútur við lágan hita.

Brauðbollur Unu

5 dl hveiti

1 bréf þurrger

2 dl mjólk

1 dl súrmjólk

3 msk. ólífuolía

1 tsk. salt

1 stk. egg til penslunnar

Aðferð:

 1. Hrærið gerið saman við volga mjólk.
 2. Blandið hveiti, salti, súrmjólk og olíu saman við og blandið með sleif.
 3. Mér finnst svo gott að setja þetta allt saman í hrærivélaskálina og láta hnoðarann vinna á deiginu í nokkrar mínútur, að því loknu er deiginu skipt niður í jafna parta og mótaðar kúlur í höndunum, þær lagðar á bökunarpappír á ofnplötu.
 4. Pískið eitt egg, penslið létt yfir bollurnar.
 5. Bakið bollurnar við 180°C í um 20 mínútur.

Best að bera þær fram nýbakaðar og volgar.

Marengsrúlluterta með súkkulaði- og piparkökubragði

4 stk. eggjahvítur

200 g sykur

2 tsk. vanilludropa

170 g fersk hindber

400 ml rjómi

200 g Nóa Síríus súkkulaði með piparkökubragði

Aðferð:

 1. Byrjið á að stilla ofninn á 150°C.
 2. Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír.
 3. Þeytið eggjahvítur þar til þær fara að freyða vel og hellið sykrinum hægt og rólega saman við, vanilludroparnir fara svo næst saman við. Þeytið vel saman eða þar til að stíf marengsblanda myndast.
 4. Hellið marengsblöndunni á bökunarpappírinn og sléttið vel úr.
 5. Bakið í 25 mínútur, takið út úr ofninum og látið kólna.
 6. Á meðan marengsinn er að kólna er upplagt að byrja á fyllingunni.
 7. Þeytið rjóma og að lokum eru um 100 g hindber fersk sett út í rjómann og þeytt vel saman við þar til að rjóminn verður smá bleikur.
 8. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
 9. Snúið marengsbotninum varlega við svo að botninn snúi upp, leggið rjómann ofan á ásamt helmingnum af súkkulaði blöndunni.
 10. Rúllið botninum varlega upp í rúllu, gott að rúlla honum upp með hjálp bökunarpappírsins.
 11. Hellið restinni af súkkulaðinu yfir ásamt hinberjum og fallegum skreytingum að ykkar eigin vali vali.
 12. Geymist í kæli í um það bil tvær klukkustundir áður en tertan er borin fram.

Njótið vel og gleðilega aðventu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins

Gómsætar villibráðarkræsingar fyrir áramótahelgina að hætti landsliðskokksins
Matur
Fyrir 3 vikum

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið

Sjöfn heimsækir Berglindi í sjóhúsið og Hákon á hótelið
Matur
Fyrir 4 vikum

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld

Tæplega helmingur Íslendinga borðar hamborgarhrygg í kvöld
Matur
Fyrir 4 vikum

Listin að brúna kartöflur

Listin að brúna kartöflur
Matur
18.12.2021

Sjúklega gott ávaxtasalat með jólakeim – steinliggur með reyktu hátíðarsteikinni

Sjúklega gott ávaxtasalat með jólakeim – steinliggur með reyktu hátíðarsteikinni
Matur
18.12.2021

Tvær trylltar sósur – Fullkomin sósa með kalkúninum og Wellington

Tvær trylltar sósur – Fullkomin sósa með kalkúninum og Wellington