Erica Adler er kokkur í New York. Hún er með þjónustu þar sem hún undirbýr mat fyrir fólk eða eins og hún kallar það „professional meal-prep“.
Hún deildi nýlega myndbandi á YouTube þar sem hún sýnir frá því hvernig hún undirbýr bæði hádegismat og kvöldmat fyrir sjö manna fjölskyldu í fjóra daga.
Erica gefur ýmis ráð í myndbandinu, eins og hvaða matur er kjörin í nestisgerð. Grænmeti eins og aspas, brokkolí og blómkál. Dökkt kjöt, eins og kjúklingaleggir í stað kjúklingabringu, kjötbollur og borgara. Hún segir að það sé mjög mikilvægt að leyfa matnum að kólna alveg áður en lokið er sett á boxið, og það inn í ísskáp.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.