fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Rétturinn sem gerist ekki meira ketó: „Algjört hnossgæti“

Ketóhornið
Fimmtudaginn 29. ágúst 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er enn ein dásemdin úr minni æsku – algjört ketó hnossgæti. Þetta er einn af mínum uppáhaldsréttum og algjört sælgæti. Þessi uppskrift kemur frá mömmu, eins og svo margt, og réttur sem ég var alin upp við.

Rétturinn heitir Chow Chow og er borinn fram með grænum grjónum – hann gerist ekki meira ketó. Kjötið sem ég nota er gúllas frá Sogni holdnautakjöti og það gerist ekki betra. Þessi hefur aldrei klikkað.

Chow Chow

Hráefni:

smjör
kókosolía
laukur
sellerí
2 msk. karrý
2 msk. paprika
2 tsk. engifer
1 tsk. negull
½ tsk. múskat
¼ tsk. rauður pipar
salt og pipar
1 dós tómatpúrra
500 g nautagúllas
rjómi
1 til 2 teningar nautakjötskraftur

Græn grjón – hráefni:

blómkál og spergilkál í jöfnum hlutföllum
smjör
salt og pipar

Aðferð:

Setja mikið af smjöri og kókosolíu í pott ásamt slatta af lauk og sellerí. Láta krauma þar til mjúkt. Bæta kryddinu út í. Síðan er einni dós af tómatpúrru hrært saman við. Kjötið skorið í fína strimla og sett út í. Rjóma hrært saman við eftir smell sem og nautakjötskraftinum. Sjóða með lokið á í smá stund.
Grjónin eru söxuð fínt í matvinnsluvél og elduð í miklu smjöri á pönnu yfir meðalhita í sirka 10 til 15 mínútur með lokinu á. Hærar upp í þeim nokkrum sinnum og krydda með salti og pipar. Mjög einfalt.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“