fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Matur

Eldheitur KFC aðdáandi gerist ketó: „Ef þeir gæfu út klippikort hefðum við klárað ansi mörg“

Ketóhornið
Föstudaginn 1. mars 2019 13:00

Geggjaður ketó kjúlli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég viðurkenni að ég hef verið virkur KFC aðdáandi til margra ára, svo mikið að ég vann þar í gamla daga. Síðustu jól voru fyrstu jólin í ansi mörg ár þar sem önnur hver máltíð fjölskyldunnar í miðjum jólaundirbúningi samanstóð ekki af KFC góðgæti. Svo þægilegt ekki satt? Ef þeir gæfu út klippikort á KFC hefðum við klárað ansi mörg.

Á ketó eru góð ráð dýr, en í staðinn fyrir að láta sig dreyma um dansandi kjúklingaleggi var að láta drauminn rætast.

Girnilegt.

Ég vissi að ketó fólk væri að nota purusnakk í rasp á fisk, kjúkling og kótilettur en ég var efins. Ég hafði smakkað það og ég veit að sumir eru vitlausir í það. Þetta er eitt af fáum ketóvænum snakkkostum. En ég var ekki hrifin.

En ég átti poka og hugsaði að ég hefði engu að tapa þótt ég prufaði. Ég er svo lánsöm að ég bý með mönnum sem borða hvað sem ég set fyrir framan þá þannig að ég vissi að hvernig sem færi yrði aldrei nein sóun. Hún er sko á núlli á þessu heimili.

Þetta varð ekki bara gott, þetta var besti kjúklingur sem ég hef smakkað frá upphafi.

Ketó getur bara ekki orðið betra.

Ketókjúlli

Hráefni:

1 poki purusnakk
ca. 8 kjúklingaleggir
1 tsk. bleikt salt
1 tsk. svartur pipar
1 tsk. oreganó
1 tsk. reykt paprikukrydd
½ tsk. hvítlauksduft
60 ml mæjónes
1 egg
2 msk. Dijon sinnep

Purusnakkið malað.

Aðferð:

Hita ofninn í 200°C og taka til ofnskúffu. Setja purusnakkið í matvinnsluvél og mylja það. Krydda með salti, pipar, oreganó, paprikukryddi og hvítlauksdufti. Hræra saman mæjónes, egg og sinnep. Dýfa leggjunum í mæjónesblönduna og velta þeim upp úr purusnakksblöndunni. Raða á ofnplötuna og baka í ofni í 40 mínútur.

Inn í ofn.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég verð mjög virk á nýju ári. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði