fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Matur

Morgunverðarmúffur meistaranna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 10:00

Æðislegar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessar morgunverðarmúffur eru algjörlega dásamlegar – æðisleg blanda af hindberjum og súraldin.

Súraldin- og hindberjamúffur

Toppur – Hráefni:

2 tsk. súraldinbörkur, rifinn
1/3 bolli sykur
1/4 bolli hveiti
4 msk. smjör, skorið í teninga

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í skál og vinnið smjörið saman við með höndunum. Geymið í ísskáp á meðan þið búið til múffudeigið.

Múffur – Hráefni:

2 bollar + 2 msk. hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
115 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
2 msk. súraldinbörkur, rifinn
1 stórt egg
1/2 tsk. vanilludropar
1/2 bolli + 2 msk. nýmjólk
2 msk. súraldinsafi
1/4 bolli hindberjasulta

Svona morgunn kemur skapinu í lag.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og setjið til hliðar. Þeytið smjörið í nokkrar mínútur í annarri skál og blandið sykri og berki saman við. Blandið egginu síðan saman við. Blandið vanilludropum, mjólk og súraldinsafa saman í lítilli skál. Skiptist síðan á að blanda hveitiblöndunni og mjólkurblöndunni saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman. Takið til múffuform og fyllið þau hálf með deigi. Setjið teskeið af sultu í miðju á hverri múffu og setjið smá deig yfir. Stráið toppinum yfir hverja múffu og bakið í 20 mínútur. Leyfið múffunum að kólna áður en þið njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar