fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Matur

Er erfitt að vera ketó yfir hátíðarnar? Þá skaltu skoða þessa uppskrift

Ketóhornið
Mánudaginn 30. desember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hef ég eldað kalkún á þakkargjörð og á jólum í 25 ár með góðum árangri og orðin heldur vanaföst með aðferð og fyllingu, en ketó útgáfan mín sló öll met og er betri en þessi hefðbundna.

Ég var vön að baka kornbrauð eins og hún systir mín í Ameríkunni en geri nú einskonar „fathead“ útgáfu sem er ekki síðri og ef eitthvað er heldur sér betur í grautnum sem fyllingin er.

Fyllingin er uppáhaldið mitt og ég get borðað hana eintóma með sósunni. Ég baka hana alltaf til hliðar í sérfati en fylli fuglinn af klementínum og kryddjurtum.

Kalkúnafylling

Brauð – Hráefni:

1½ bolli rifinn ostur
60 g rjómaostur
1 1/3 bolli möndlumjól
2 msk. kókoshveiti
2 msk. fínmöluð sæta
1½ msk. lyftiduft
2 egg

Aðferð:

Bræða saman rifinn ost og rjómaost í 30 sekúndur í senn í örbylgjuofni. Hræra á milli þar til allt er blandað. Hræra svo restinni af hráefnum saman við. Baka á 180 gráðum í 20 mínútur. Ég nota smelluform og einnig er gott að pensla brauðið með eggi áður en það er bakað til að fá fallegri skorpu.

Svo er brauðið skorið í teninga og því leyft að þorna helst yfir nóttu til að það draga betur í sig djúsinn úr fyllingunni.

Fyllingin – Hráefni:

ca. 800 g grísahakk
2 teningar nautakraftur
salt/pipar
Worcestershire sósa
Chipotle adobo eða Sriracha sósa (má sleppa en mér finnst gott að hafa brodd í fyllingunni)
1 laukur
4-5 stilkar sellerý
3 hvítlaukslauf
1 rauð paprika, smátt skorin
salvía
pekanhnetur

Aðferð:

Brúna hakkið og krydda og mýkja grænmetið á pönnu í miklu smjöri. Blanda svo öllu saman við brauðteningana í stórri skál og bleyta upp í með 1 bolla af soði. Baka í stóru fati á 190 gráðum í ca. 30 mín eða þar til toppurinn fer að gyllast.

Gleðilegt nýtt ár allir saman!
May the keto force be with you!

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar