fbpx
Föstudagur 27.nóvember 2020
Matur

Þessi eftirréttur slær öll met

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 15:30

Algjört lostæti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum þarf maður að gera vel við sig í mat og þá er oft dásamlegt að enda máltíð á frábærum eftirrétti. Hér er einn slíkur, sem slær eiginlega öll met.

Eftirréttur eftirréttanna

Botn – Hráefni:

230 g mjúkt smjör
1 bolli sykur
1 tsk. vanilludropar
2¼ bolli hveiti
½ tsk. salt

Karamella – Hráefni:

600 g rjómakaramellur
½ bolli rjómi

Súkkulaði – Hráefni:

2 bollar súkkulaði, grófsaxað
sjávarsalt

Algjört dúndur.

Aðferð:

Hitið ofninn í 150°C. Takið til form sem er sirka 33 sentímetra langt og 23 sentímetra breitt. Klæðið formið með smjörpappír og smyrjið það með smjöri eða bökunarspreyi. Þeytið smjör og sykur vel saman þar til blandan er létt og ljós. Bætið hveiti og vanilludropum saman við. Þrýstið í botninn á forminu og stingið gat hér og þar með gaffli. Bakið þar til gullinbrúnt, eða í um hálftíma. Leyfið botninum að kólna alveg. Blandið rjóma og karamellu saman í potti og bræðið yfir lágum hita. Hellið yfir botninn og látið kólna. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni í þrjátíu sekúndna hollum og hrærið alltaf á milli þar til súkkulaðið er silkimjúkt. Hellið yfir karamelluna og skreytið með sjávarsalti. Kælið í ísskáp í um hálftíma og skerið síðan í sneiðar eða bita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

5 uppáhalds veitingastaðir Ernu Hrundar – „Leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt.“

5 uppáhalds veitingastaðir Ernu Hrundar – „Leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt.“
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta borðar Guðrún Sóley á venjulegum degi

Þetta borðar Guðrún Sóley á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskir veitingastaðir auglýsa samkeppnisaðila – Burger King auglýsir MacDonalds

Íslenskir veitingastaðir auglýsa samkeppnisaðila – Burger King auglýsir MacDonalds
Matur
Fyrir 4 vikum

Hryllilegar hrekkjavökuveitingar Berglindar – Þú trúir aldrei hvað hún bakaði næst

Hryllilegar hrekkjavökuveitingar Berglindar – Þú trúir aldrei hvað hún bakaði næst
Matur
27.10.2020

Sykursætur súkkulaðidraumur í skammdeginu – Toblerone bomba

Sykursætur súkkulaðidraumur í skammdeginu – Toblerone bomba
Matur
18.10.2020

Matarmikil gúllassúpa á köldu haustkvöldi

Matarmikil gúllassúpa á köldu haustkvöldi
Matur
17.10.2020

Þetta borðar Geir Gunnar á venjulegum degi

Þetta borðar Geir Gunnar á venjulegum degi
Matur
11.10.2020

Einfalt og fljótlegt fiskisalat að hætti Alberts

Einfalt og fljótlegt fiskisalat að hætti Alberts
Matur
10.10.2020

Albert á nýju mataræði – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Albert á nýju mataræði – Þetta borðar hann á venjulegum degi