fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
Matur

Druslustykki sem slá öll met

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 30. janúar 2019 19:00

Alltof gott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugtakið „slutty brownie“ er vel þekkt í matarheiminum og notað yfir brúnku, eða brownie, sem er blandað við alls kyns góðgæti, svo sem smákökur og karamellusósu. Hér er uppskrift að „slutty brownie“, eða druslustykki eins og við kjósum að kalla þau, sem er einföld og þægileg. Passið ykkur bara – þessi stykki hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Druslustykki

Hráefni:

470 g tilbúið súkkulaðibitakökudeig (hægt að kaupa tilbúið í matvöruverslunum)
20 Oreo-kexkökur (plús fleiri til að skreyta með)
450 g mjúkur rjómaostur
½ bolli sykur
2 stór egg
½ tsk. vanilludropar
salt
volg karamellusósa (til að skreyta með)

Aðferð:

Hitið ofninn í 160°C og takið til form sem er sirka tuttugu sinnum tuttugu sentímetra stórt. Klæðið það með smjörpappír og látið hann ná upp á hliðarnar. Þrýstið kökudeiginu í botninn á forminu. Raðið Oreo-kökum ofan á kökudeigið. Þeytið rjómaost í nokkrar mínútur þar til hann er kekkjalaus. Blandið síðan sykri, eggjum, vanilludropum og salti saman við. Hellið yfir Oreo-kexið. Myljið nokkur Oreo-kex og drissið ofan á rjómaostinn. Bakið í 30 til 35 mínútur og kælið í að minnsta kosti 3 klukkustundir. Skerið í bita og skreytið með karamellusósu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Hanna Þóra hefur verið á ketó í 950 daga – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni
Matur
28.03.2021

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“

„Þessi tófú-réttur slær alltaf í gegn, meira að segja hjá hörðustu kjötætum“
Matur
27.03.2021

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi
Matur
16.03.2021

Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu

Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu
Matur
15.03.2021

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður