fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Sláðu í gegn með þessum ómótstæðilegu, fylltu kartöflum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 15. desember 2018 14:00

Æðislegur smáréttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mörgum heimilum er ansi gestakvæmt um jólin og því gott að eiga einhverjar kræsingar á lager sem auðvelt er að hita upp. Þessar fylltu kartöflur henta vel í það og eru gjörsamlega ómóstæðilegar.

Fylltar kartöflur

Hráefni:

6 russet kartöflur
3 msk. ólífuolía
salt og pipar
1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar
2 paprikur, skornar í þunnar sneiðar
650 g nautakjöt, skorið í þunna bita
1 tsk. þurrkað oreganó
2/3 bolli rifinn ostur
1 msk. fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Stingið kartöflurnar á nokkrum stöðum með gaffli og nuddið síðan 2 matskeiðum af olíu á þær og kryddið með salti og pipar. Raðið kartöflunum á ofnplötu og bakið í um klukkustund, eða þar til hýðið er stökkt. Leyfið kartöflunum að kólna þar til hægt er að meðhöndla þær með berum höndum. Búið til fyllinguna á meðan. Hitið restina af ólífuolíunni yfir meðalhita á pönnu og eldið lauk og papriku í um 5 mínútur. Bætið kjötinu saman við og kryddið með oreganó, salti og pipar. Eldið í um 5 mínútur, eða þar til kjötið er steikt í gegn. Skerið kartöflurnar í tvennt og skafið út mest af kartöflunni. Raðið kartöfluhelmingunum aftur á ofnplötuna og skiptið fyllingunni jafnt á milli þeirra. Drissið rifnum osti yfir herlegheitin. Bakið í 10 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með steinselju og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis