fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Matur

Friðrik Ómar steikir smokk upp úr smjöri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 13:00

Friðrik Ómar brá á leik á Instagram.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniupptökurnar sem DV hefur undir höndum hafa vakið mikinn usla síðan fyrstu fréttir upp úr þeim voru birtar á vef DV seinnipartinn í gær. Á upptökunum heyrast nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins tala tæpitungulaust um aðra stjórnmálamenn og -konur. Þar á meðal er Gunnar Bragi Sveinsson sem lét óviðurkvæmileg ummæli falla um tónlistarmanninn Friðrik Ómar.

„Geir slapp í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari,“ sagði hann og vísaði í það þegar Geir H. Haarde var skipaður sendiherra í Washington.

Styttra síðan hann notaði smjör en smokk

Gunnar Bragi mætti í Morgunútvarp Rásar 2 í morgun og sagðist hafa beðið Friðrik Ómar afsökunar.

Sjá einnig: Gunnar Bragi í ölæði: Sendi Friðriki Ómari afsökunarbeiðni á Facebook – „Langur listi af fólki sem ég þarf að biðjast afsökunar“.

Nýr réttur: Smokkur í smjöri.

„Það er bara hræðilegt. Ég hef ekki símann hjá Friðriki þannig að ég sendi honum skilaboð á Facebook fyrstur allra til að biðjast afsökunar. Friðrik Ómar er nú einn af þessum sem ég og mín fjölskylda reynum nú helst alltaf að fara á tónleika hjá. Maður ber svo mikla virðingu fyrir honum sem listamanni og manneskju.“

Þegar fréttir af leyniupptökunum bárust seint í gær brá Friðrik Ómar hins vegar á leik á Instagram-síðu sinni og sneri óviðeigandi orðum Gunnars Braga upp í grín. Söngvarinn tók sig til, bræddi smjör í potti og prófaði að steikja smokk upp úr smjörinu.

Í morgun mætti söngvarinn síðan á útvarpsstöðina K100 og virtist taka þessum orðum sem féllu í ölæði létt. Talaði hann meðal annars um þessa smokkatilraun sína og fannst skrýtið að þingmaðurinn gerði ráð fyrir að hann notaði smokka, þar sem styttra væri síðan hann notaði smjör en smokk.

Hann tók það samt skýrt fram í útvarpsviðtalinu að honum þætti orðræða þingmannsins niðrandi í garð samkynhneigðra, þó hann tæki hana ekki persónulega til sín, enda öllu vanur. Hann bætti við að þessi orðræða væri alls ekki til fyrirmyndar og gæfi afar slæm skilaboð til ungs, hinsegin fólks sem á eftir að koma út úr skápnum.

Sjá einnig: Leyniupptaka: Gunnar Bragi skipaði Árna Þór sendiherra til að draga athygli frá Geir Haarde – „Ég var brjálaður við þig Gunni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Kallar Gordon Ramsay skíthæl – „Þetta var hrottalegt“

Kallar Gordon Ramsay skíthæl – „Þetta var hrottalegt“
Matur
Fyrir 1 viku

Aðeins tvö hráefni – Þessi Nutella-kaka slær öll met

Aðeins tvö hráefni – Þessi Nutella-kaka slær öll met
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskir nammigrísir hafa talað – Þetta er versta nammið – „Hélt lengi vel að ömmu líkaði illa við mig þegar hún bar þetta á borð“

Íslenskir nammigrísir hafa talað – Þetta er versta nammið – „Hélt lengi vel að ömmu líkaði illa við mig þegar hún bar þetta á borð“
Matur
Fyrir 3 vikum

Læknirinn í eldhúsinu er í sóttkví – Sjáðu hvað er á matseðlinum

Læknirinn í eldhúsinu er í sóttkví – Sjáðu hvað er á matseðlinum