fbpx
Laugardagur 24.febrúar 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Mexíkóskt lasagna, æðislegur hamborgari og vegan súpa

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 26. nóvember 2018 13:00

Girnilegur vikumatseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikurnar líða hratt og alltaf hvílir sama spurningin á okkur flestum: Hvað á að hafa í matinn? Hér er okkar tillaga að matseðli þessarar viku og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Mánudagur – Afgangasúpa með rækjum

Uppskrift af 40 aprons

Hráefni:

1½ msk. ólífu- eða lárperuolía
4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 rauð paprika, grófsöxuð
1 græn paprika, grófsöxuð
1 sellerístilkur, skorinn í bita
½ laukur, grófsaxaður
1½-2 msk. cajun krydd
1 tsk. svartur pipar
½-1½ tsk. salt
1/8 tsk. cayenne pipar (má sleppa)
2 dósir maukaðir tómatar
1 bolli kjúklingasoð
5 bollar smátt saxað blómkál (blómkálshrísgrjón)
500 g risarækjur, hreinsaðar
vorlaukur, til að skreyta
fersk steinselja, til að skreyta
„hot sauce“ til að bera fram með, má sleppa

Aðferð:

Í þessari uppskrift er ýmislegt grænmeti en ástæðan fyrir því að við köllum hana afgangasúpu er sú að hægt er að nota það sem liggur fyrir skemmdum í ísskápnum í staðinn fyrir það sem uppskriftin kveður á um. Byrjið á því að hita 1 og ½ matskeið af olíu í stórum potti yfir meðalhita. Bætið hvítlauk, lauk, papriku og sellerí í pottinn og steikið í 5 til 7 mínútur, eða þar til grænmetið er mjúkt. Bætið kryddi saman við og hrærið. Bætið tómötum og soði saman við og hrærið. Náið upp suðu, lækkið hitann og látið malla í 25 til 35 mínútur. Bætið rækjum og blómkáli út í og eldið þar til rækjurnar eru orðnar fagurbleikar. Ef þið eigið kókosmjólk eða rjóma er ekki verra að bæta því útí súpuna. Berið fram með vorlauk, steinselju og „hot sauce“.

Afgangasúpa.

Þriðjudagur – Mexíkóskt lasagna

Uppskrift af Sweet and Savory Meals

Hráefni:

12 litlar tortilla-kökur
1 dós svartar eða pinto baunir
2 dósir baunamauk (refried beans)
4 bollar rifinn ostur
700 g nautahakk
1 lítill laukur, smátt saxaður
6 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 paprika, smátt skorin
4 bollar salsa sósa
2 msk. taco krydd
salt og pipar
2 msk. maíssterkja
4 msk. vatn

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og takið til stórt eldfast mót. Smyrjið mótið. Hitið 2 matskeiðar af olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Eldið hakkið og fjarlægið síðan fitu úr pönnunni. Bætið lauk, papriku, hvítlauk, 3 bollum af salsa sósu og taco kryddi saman við og saltið og piprið. Náið upp suðu og látið malla í um 2 mínútur. Lækkið hitann og látið malla í 5 til 7 mínútur. Blandið maíssterkju og vatni saman og bætið því út í hakkblönduna. Hrærið og eldið í 2 til 3 mínútur, eða þar til sósan þykknar. Passið að hræra reglulega í blöndunni. Takið pönnuna af hitanum. Raðið tortilla-kökum í botninn á eldfasta mótinu þannig að þær hylji botninn. Hellið helmingnum af baunamaukinu ofan á og síðan helmingnum af hakkblöndunni. Síðan hellið þið helmingnum af svörtu eða pinto baununum ofan á. Drissið einum og hálfum bolla af osti ofan á. Endurtakið. Setjið síðan annað lag af tortilla-kökum ofan á og dreifið 1 bolla ofan á salsa sósuna. Bakið í hálftíma, stillið ofninn á grillstillingu og grillið í 2 til 3 mínútur. Takið úr ofninum og leyfið lasagna að kólna í um 10 til 15 mínútur áður en það er borið fram með ferskum kóríander og sýrðum rjóma.

Lasagna.

Miðvikudagur – Vegan linsubaunasúpa

Uppskrift af Kitchen Mason

Hráefni:

1 msk. kókosolía
1,2 kg grasker, skorið í bita
200 g gulrætur, skornar smátt
1 laukur, smátt saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. Ras el Hanout krydd, eða annað krydd
1½ tsk. kúmen
salt og pipar
100 g linsubaunir
1 líter grænmetissoð
400 ml kókosmjólk
chili flögur

Aðferð:

Hitið olíuna í stórum potti yfir meðal hita. Bætið graskeri, gulrótum og lauk saman við og steikið í 1 til 2 mínútur. Bætið hvítlauk og kryddi saman við, hrærið vel og eldið í 1 til 2 mínútur. Bætið linsubaunum, soði, mjólk og chili flögum út í og hrærið vel. Náið upp suðu og látið malla í 15 til 20 mínútur. Maukið með töfrasprota og berið strax fram.

Linsubaunasúpa.

Fimmtudagur – Stroganoff

Uppskrift af Much Butter

Hráefni:

250 g pasta
300 g sirloin nautakjöt, skorið þunnt
200 g sveppir, skornir þunnt
½ laukur, grófsaxaður
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
175 g sýrður rjómi
2 msk. hveiti
1 tsk. nautakrydd
1 msk. smjör
3 msk. olía
3 bollar vatn
1 tsk. papriku krydd
salt og pipar
þurrkuð steinselja

Aðferð:

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Takið vatnið af og bætið 1 matskeið af olíu saman við svo það festist ekki saman. Hitið 2 matskeiðar af olíu á stórri pönnu yfir háum hita. Steikið kjötið í þrátíu sekúndur á hverri hlið. Takið kjötið af pönnunni og bætið lauk og sveppum á pönnuna. Steikið í 5 til 7 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og smá salti. Bætið smjöri saman við og síðan hveiti og hrærið í 2 mínútur. Bætið 3 bollum af vatni saman við, sem og kryddi. Smakkið til og náið upp suðu. Bætið kjötinu saman við og látið malla í 1 mínútu. Slökkvið á hitanum og bætið sýrðum rjóma saman við. Hrærið. Setjið pasta á disk og stroganoff ofan á. Skreytið með þurrkaðri steinselju.

Stroganoff.

Föstudagur – Camembert borgarar með steiktum eplum

Uppskrift af A Hint of Rosemary

Hráefni:

500 g nautahakk
1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
¼ tsk. allspice
115 g camembert ostur
2 msk. smjör
1 msk. ólífuolía
1 lítill laukur, þunnt skorinn
2 meðalstór epli, svo sem Pink Lady, afhýdd og skorin í báta
4 hamborgarabrauð
mæjónes, má sleppa
2 msk. fersk steinselja

Aðferð:

Blandið hakki, salti, pipar og allspice saman með höndunum og mótið 4 hamborgara með smá dæld í miðjunni, Kælið borgarana. Skerið ostinn í bita. Hitið 1 matskeið af smjöri og ½ matskeið af olíu á stórri pönnu yfir meðal hita. Bætið lauk á pönnuna og saltið. Eldið í um 5 mínútur með lokið á pönnunni. Hrærið reglulega í lauknum. Setjið lauk í skál. Bætið 1 matskeið af smjöri og ½ matskeið af olíu í pönnuna og steikið eplin í um 3 mínútur. Hrærið og eldið í 8 mínútur í viðbót. Takið pönnuna af hellunni og saltið eplin. Setjið þau í skál. Lækkið hitann og steikið borgarana í um 4 mínútur. Snúið þeim við og steikið í 2 mínútur til viðbótar. Setjið ost á hverja sneið og setjið lokið á pönnuna. Eldið í 1-2 mínútur til viðbótar. Hitið brauðin ef þið viljið. Smyrjið síðan mæjónesi á þau, svo epli, þá borgara og loks lauk. Drissið steinselju ofan á laukinn og lokið borgaranum.

Æðislegir hamborgarar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
28.10.2023

Mango Chutney kjúklingur

Mango Chutney kjúklingur
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa
Matur
14.10.2023

Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins

Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins
Matur
13.10.2023

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa

Ofnbakaðir ostborgarar með sesamgljáa
Matur
11.10.2023
Sítrónupasta