fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Titringur í veitingahúsabransanum: „Hengdu þig!“ – Fauk í pítsahvíslarann: „Þú ert hræðilegt eintak af mannveru“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 19:30

Það gengur ýmislegt á í matarheimum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft leita fréttir á síðum fjölmiðla þar sem óánægðir viðskiptavinir hafa lent í kröppum dansi eftir samskipti sín við eigendur veitingahúsa. Nokkur slík mál hafa komið upp á síðustu misserum og ákváðum við að rifja upp þau helstu.

„ÉG STEFNI LÍKA Á AÐ BIÐJA FYRIR JAKUB Í KVÖLD“

Burger-Inn-málið svokallaða vakti gríðarlega athygli þegar það komst upp fyrir rétt rúmlega ári síðan. Jakub Clark nokkur heimsótti veitingastaðinn Burger-Inn í Hafnarfirði, var ósáttur með staðinn og gaf honum í kjölfarið slæma einkunn á Facebook, eins og tíðkast. Þá fauk í Brynjar Arnarson, vaktstjóra staðarins, sem jós svívirðingum yfir fyrrnefndan Jakub í skilaboðum á Facebook um miðja nótt.

„HÆTTU AÐ VERA MEÐ TUSSUFÝLUSTÆLA Á FACEBOOK KOMDU FREKAR OG SEGÐU EITTHVAÐ VIÐ OKKUR !!!! Það gerir menn réttdræpa að kvarta á netinu OG að vera tussa eins og þú og skrifa á netið …. HENGDU ÞIG ! VIÐ ERUM BESTI VEITINGASTAÐUR Á ÍSLANDI UM AÐ GERA AÐ VERA HÓGVÆR OG ER ÉG ÞAKKLÁTUR FYRIR alla sem elska BURGERINN… HENGDU ÞIG,“ skrifaði hann til Jakubs. Síðar baðst Brynjar Jakub persónulega afsökunar.

Veitingastaðurinn Burger-Inn.

„ELSKU JAKUB CLARK VIÐ HÉR Á BURGERINN IÐRUMST GÍFURLEGA ÞESSI HRÆÐILEGU SKILABOÐ SEM ÉG UNDIRRITAÐUR LÉT DYNJA Á ÞÉR. ÉG GERÐI STÓR MISTÓK OG ÞETTA VAR MJÖG RANGT HJÁ MÉR. ÞÚ HEFUR RÉTT FYRIR ÞÉR ELSKU JAKUB. FYRIRGEFÐU INNILEGA,“ skrifaði hann og hélt áfram.

„FYRIRGEFÐU JAKUB ÞETTA VAR MJÖG LJÓT HJÁ MÉR OG ER ÉG SEKUR UM AÐ HAFA SENT ÞÉR ÞESSI SKILABOÐ. ÞÚ ÁTT ALLT GOTT SKILIÐ ELSKU JAKUB OG ERT FRÁBÆR MANNESKJA Í ALLA STAÐI SEM LÆTUR EKKI SVONA SKÍTKAST VIÐGANGAST. ÞÚ GERÐIR ALLT RÉTT EN EKKI ÉG.“

Jakub vildi einnig að Brynjar bæðist afsökunar á vegum veitingastaðarins, fyrir almenning að sjá. Margir greindu kaldhæðni í þessum tveimur afsökunarbeiðnum, sem voru skrifaðar í hástöfum.

„ÉG ER EINNIG BÚINN AÐ SENDA HONUM PERSÓNULEG SKILABOÐ. ÉG STEFNI LÍKA Á AÐ BIÐJA FYRIR JAKUB Í KVÖLD. FYRIRGEFÐU ELSKU KALL! FYRIRGEFÐU Í HUNDRAÐSTA VELDI ! ÉG ER MJÖG ÞAKKLÁTUR FYRIR SKILNINGIN. ÉG ELSKA YKKUR ÖLL AÐ HAFA BRUGÐIST SVONA VIÐ. ÞIÐ SEM HAFIÐ COMMENTAÐ ERUÐ HETJUR OG HAFIÐ KENNT MÉR GÓÐA LEXÍU. TAKK FYRIR OG MUNIÐ AÐ NJÓTA VEL Í LEIK OG STARFI,“ skrifaði Brynjar á vegum Burger-Inn.

Nokkrum dögum síðar sagði Brynjar að fólk léki sér að því að gefa Burger-Inn eina stjörnu á Facebook án þess að vita hans hlið.

Er þetta buff eða hamborgari?

Egill tók mynd af matnum fræga.

Fyrr á þessu ári rataði Burger-Inn aftur í fjölmiðla þegar að maður að nafni Egill Þorfinnsson sagði farir sínar ekki sléttar af staðnum.

„Ég fór á Burger-inn í og pantaði mér þar pítu með nautakjötsbuffi. Ég tók skýrt fram að ég vildi pítu en ekki hamborgara. Svo þegar maturinn kemur á borðið kemur í ljós að þetta er hamborgari en ekki píta. Viðbrögðin við kvörtun minni voru með ólíkindum, menn voru alveg trylltir, börðu í borðið og hótuðu með lögreglu,“ sagði hann í frétt DV um málið. „Ég spurði menninga: Er þetta buff eða hamborgari? Þá var kokkurinn kominn fram og æpti: Þetta er buff!“

Bætti hann við að honum hafi verið hótað í kjölfar kvörtunarinnar.

„Ef þú kemur þér ekki í burtu læt ég lögregluna fjarlægja þig,“ sagði vaktstjórinn að sögn Egils.

Fyrrnefndur Brynjar þurfti því aftur að svara fyrir viðskiptahætti á Burger-Inn og það stóð ekki á svörunum. Sagði hann Egil hafa verið blindfullan.

„Kannski er þetta maðurinn sem pantaði pítu með buffi en fékk hamborgarakjöt sem er sami hluturinn. Hann hefur oft pantað þetta og kvartar alltaf og svo pantar hann sama hlutinn aftur til þess að kvarta. Hann var mjög ölvaður, veit ekki hvort hann sé marktækur. Hann labbaði yfir á Ölstofu Hafnarfjarðar og sat þar við drykkju.“

Fékk vitlausa pítsu og krafinn um leigu

Frank Arthur Blöndahl Cassata birti skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við pítsastaðinn Gömlu smiðjuna sumarið 2016. Í samskiptunum má sjá Frank kvarta yfir lélegri þjónustu en samskiptin tóku óvænta stefnu.

Furðuleg samskipti.

„Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar,“ skrifaði starfsmaður Gömlu smiðjunnar og hélt áfram: „Fyrst ég er með þig hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“

Frank kannaðist hins vegar ekkert við þetta húsnæði sem hann var rukkaður um leigu af. Í athugasemd við færslu Franks á Facebook svaraði síðan starfsmaður Gömlu smiðjunnar sem sagði málið byggt á misskilningi.

„[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda.“

Þessu hafnaði Frank algjörlega og bað starfsmanninn vinsamlegast um að leggja frá sér lyklaborðið.

Texas Maggi olli matareitrun í brúðkaupi

Sumarið 2016 var greinilega ekki gott fyrir veitingastaði því stuttu eftir að Gömlu smiðju málið kom upp tilkynnti sóttvarnarlæknir um brúðkaupsveislu í Sandgerði sem endaði vægast sagt illa. Hluti veislugestanna veiktist af matareitrun með tilheyrandi uppköstum, magaverkjum og niðurgangi.

Veisluþjónustan sem sá um matinn var Mínir menn og þá í eigu Magnúsar Inga Magnússonar, betur þekktur sem Texas Maggi. Í fréttabréfi sóttvarnarlæknis kom fram að maturinn hafi verið fluttur frá Reykjavík til Sandgerðis með ófullnægjandi hætti. Var boðið upp á lambakjöt og súpu í veislunni og það talið líklegt að lambakjötið hefði verið uppspretta veikindanna.

Brúðurin, Sigurbjörg Dís Konráðsdóttir lýsti þessu ítarlega í Facebook-færslu.

„Það var ekki fyrr en að fólk fór að týnast hljóðlega í burtu stuttu eftir aðalrétt löngu áður en að öll atriði voru búin sem við fórum að spyrjast fyrir hvað væri í gangi og fengum þá að vita það jú að stór hluti fjölskyldunnar okkar þurfti að fara heim vegna matareitrunar i brúðkaupsveislunni okkar !! Á þessum stæðsta degi í lífi okkar !!!!”

Það eina sem Texas Maggi hafði um málið að segja í samtali við DV var:

„Það eina sem ég hef um þetta að segja er að það hefur náðst sátt og ég er sáttur. Annars bara „no comment“.“

Texas-Maggi olli uppnámi í brúðkaupi.

„Auðvitað hefði ég átt að halda kjafti“

Heiðar Aðaldal Jónsson nokkur skrifaði kvörtun á Facebook-síðu pítsastaðarins La Luna í mars í fyrra. Heiðar sagðist hafa pantað tvær pítsur og fengið vilyrði fyrir því að skipta annarri þeirra í tvennt án endurgjalds. Að sögn Heiðars var það ekki raunin þegar að kom að því að greiða.

„Þannig í staðinn fyrir 3.990 borgaði èg 4.640 minnir mig,“ skrifaði Heiðar og lauk kvörtuninni á þennan veg: „Fer ekki eða panta ekki aftur þaðan.“ Eigandi staðarins, Þorleifur Jónsson, oft þekktur sem Tolli eða pítsahvíslarinn, lét ekki sitt eftir liggja í athugasemdum við færsluna og hafði ýmislegt út á kvörtunina að setja.

Tolli svarar.

„Ef eitthvað lyktar þá er það þessi ömurlega gagnrýni þín löngu eftir að þú keyptir þær og ást væntanlega

með mikilli ánægju,“ skrifaði hann. Þegar Heiðar lét ekki vaða yfir sig skrifaði Tolli:

„Ekki rífa kjaft og ljúga upp á fólk ef þú ert ekki tilbúinn að fólk svari fyrir sig og þú munt aldrei versla hér framar.“

Þá sagði Tolli að Heiðar væri alræmdur lygalaupur og merktur sem slíkur á staðnum.

„Þú ert frægur á síðum veitingastaða fyrir svona dylgjur og lygar, þér hefur bara verið svarað í fyrsta sinn, væntanlega lætur þú okkur og aðra staði í friði hér eftir. Svona bitrir guttar eins og þú eiga litið líf og þessar barnalegu komment þín væntanlega hætta núna,“ skrifaði Tolli og hlóð í:

„Þú ert hræðilegt eintak af mannveru, ég vorkenni fjölskyldu þinni og börnum ef þú átt einhver, væntanlega logið því líka.“

Og enn svarar Tolli.

Margir skárust í leikinn á sínum tíma, enda ekki í fyrsta sinn sem Tolli rataði á síður fjölmiðla. Árið 2015 greindi Stundin frá því að Tolli hefði hótað að siga handrukkurum á hjón í veitingarekstri. Tolli baðst síðar afsökunar á hótuninni og sýndi eftirsjá. Varðandi ofangreinda kvörtun sem vatt upp á sig sagði Tolli í samtali við Vísi að hann hefði betur látið kjurrt liggja.

„Ég vissi strax að þetta var persónulegt, þetta hafði ekki með fyrirtækið mitt að gera. Auðvitað hefði ég átt að halda kjafti. Að sjálfsögðu, það er auðvelt að vera vitur eftir á.“

Konur þurfa að vilja búa til hamborgara

Sylvía Hall, fyrrverandi formaður femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, vakti athygli á því á Twitter í fyrra að allir borgarar á matseðli staðarins væru kenndir við karla, fyrir utan einn – kjúklingaborgara með jógúrtsósu. Sá borgari var ekki kenndur við einstaka konu, eins og hinir borgararnir, heldur Ungfrú Reykjavík.

Sylvía starfaði sjálf hjá veitingastaðnum um nokkurt skeið og sagðist oft hafa rætt þennan kynjahalla við samstarfsmenn sína. Ekkert hefði þó gerst í málinu.
Sigmar Vilhjálmsson, einn eigandi Hamborgarafabrikkunnar, sagði í kjölfarið í samtali við Vísi hafa velt þessu fyrir sér.

„Við höfum velt því fyrir okkur hvaða konur væru flottir hamborgarar en við reynum ekki mikið að fara í samtímafólk, svo að það sé sagt,“ sagði hann þá. Hins vegar voru á þessum tíma fjórir borgarar á matseðlinum með vísan í nútímamenn. Sigmar sagði erfitt að finna konur til að búa til borgara.

Sigmar Vilhjálmsson.

„Ef við værum að fá margar tillögur frá konum að hamborgurum þá myndum við án efa skíra í höfuðið á þeim,“ sagði hann og bætti við:

„Það er þó ekkert hlaupið að því að finna þær, því þessar konur þurfa að vilja búa til hamborgara.“

Í framhaldi sögðu ýmsar, þjóðþekktar konur frá því á Twitter að þær hefðu sent Hamborgarafabrikkunni uppskriftir að hamborgurum:

Í dag er Ungfrú Reykjavík enn á matseðlinum en einnig hefur Vilborgarinn bæst við, heiðursborgari Vilborgar Örnu Gissurardóttur.

Vegaborgarinn varð vegan borgari

Ein skemmtilegasta frétt þessa árs tengd mat er án efa þegar Bryndís Steinunn, biblíukennari og förðunarfræðingur, varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar hún keypti sér Vegaborgara á Olís. Hún hélt nefnilega að um væri að ræða vegan hamborgara, en Bryndís ætlaði að taka virkan þátt í Veganúar.

Bryndís var í fyrstu ánægð með borgarann.

„Ég var búin að lofa unglingnum borgara í kvöld og þegar ég fór að versla hann sá ég að Olís er kominn með vegan borgara. Keypti svoleiðis og verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum, vel útilátið og bragðgott,“ skrifaði hún á grúppuna Vegan Ísland. Þegar að meðlimir grúppunnar sögðu henni að ekki væri um vegan borgara ræða, heldur hamborgara sem héti Vegaborgari, létu vonbrigðin ekki á sér standa.

Í viðtölum við fjölmiðla í framhaldinu sagði Bryndís að sér þætti þetta nafn, Vegaborgari, mjög villandi. Bætti hún við að hún hefði haldið að Olís hefði verið að taka virkan þátt í Veganúar með því að bjóða upp á vegan borgara.

Málið endaði þó vel því forsvarsmenn Olís tóku ákvörðun í beinu framhaldi að breyta Vegaborgaranum umdeilda í vegan borgara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa