fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Matur

Matseðill vikunnar: Tómatsúpa, einfaldar quesadilla og æðislegur spagettíréttur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 1. október 2018 13:00

Matseðill vikunnar er fjölbreyttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur reynt á þolinmæðina og sköpunargáfuna að finna eitthvað til að elda á hverju einasta kvöldi vikunnar. Því bryddum við hér upp á vikumatseðli sem gæti kannski létt einhverjum lífið þarna úti.

Hér á eftir fylgir einn réttur fyrir hvern virkan dag, en við sleppum því að blása fólki innblástur með helgarmatinn þar sem meira rými gefst um helgar til að leika sér í eldhúsinu – nú eða bara gera vel við sig á veitingastöðum landsins.

Mánudagur – Barbikjú lax

Hráefni:

4 laxaflök
2 msk sojasósa
1 tsk sesamolía
1 msk hvítlaukur, saxaður
1 tsk engifer, saxað
½ bolli barbikjúsósa að eigin vali
saxaður vorlaukur
sesamfræ

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og takið til ofnplötu. Smyrjið hana með olíu. Blandið sojasósu, sesamolíu, hvítlauk og engifer saman í lítilli skál. Raðið laxaflökunum á ofnplötuna og smyrjið sósunni yfir flökin. Bakið flökin í 15 mínútur. Takið plötuna úr ofninum, ausið barbikjúsósunni yfir flökin og bakið í 5 mínútur til viðbótar. Takið plötuna úr ofninum, skreytið laxinn með vorlauk og sesamfræjum og berið fram, jafnvel með hrísgrjónum eða salati.

Súpa sem yljar og gleður.

Þriðjudagur – Tómat- og basilsúpa

Hráefni:

800 g saxaðir tómatar í dós
800 g ferskir, saxaðir tómatar
1 msk hvítlaukur, saxaður
2 bollar kjúklingasoð
2 msk sykur
75 g smjör
1 bolli rjómi
15-20 basillauf

Aðferð:

Takið til stóran pott og blandið saman tómötum, soði og hvítlauk. Látið suðu koma upp í blöndunni og látið malla í 10 mínútur á meðalhita. Lækkið hitann lítið eitt og hrærið sykri og smjöri saman við þar til smjörið er bráðnað og allt blandað vel saman. Hellið rjómanum varlega saman við á meðan þið hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Hrærið basillaufunum saman við. Berið súpuna fram, jafnvel með smá pestói og rifnum parmesan osti.

Ljúffeng paella.

Miðvikudagur – einföld grænmetis Paella

Uppskrift frá: Vegan Family Recipes

Hráefni:

4 msk ólífuolía
1 meðalstór laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 meðalstór sætkartafla, afhýðuð og skorin í teninga
1 meðalstór kúrbítur, afhýddur og skorinn í teninga
1 dós maískorn
10 kirsuberjatómatar, skornir í fernt hver
250 g risottó hrísgrjón
½ bolli tómatpúrra
600 ml grænmetissoð
2 msk þurrkaðar kryddjurtir eða ½ bolli ferskar kryddjurtir, til dæmis steinselja, kóríander og basil
Salt og pipar eftir smekk
Nýkreistur sítrónusafi eftir smekk, ef vill

Aðferð:

Takið til stóra pönnu og hitið olíu í henni yfir meðalhita. Steikið laukinn með smá salti þar til hann er gagnsær. Bætið síðan hvítlauk út í og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar. Bætið sætum kartöflum, kúrbít, maískornum og tómötum út í og steikið í 2 mínútur. Bætið hrísgrjónum og tómatpúrru út í og hrærið síðan grænmetissoðinu varlega saman við án þess að hræra. Drissið kryddjurtum og pipar yfir og leyfið þessu að malla á lágum hita í 20 mínútur. Paellan er tilbúin þegar grjónin eru búin að taka í sig vökvann. Kreistið sítrónusafa yfir réttinn og berið fram. Þessi uppskrift er ekki heilög og um að gera að nota bara það grænmeti sem finnst í ísskápnum.

Girnilegar quesadilla.

Fimmtudagur – Ofnbakaðar quesadilla

Hráefni:

Tortilla-pönnukökur
Cheddar ostur, eða annar rifinn ostur
Eldaður kjúklingur, eða annað kjöt
Pönnusteiktur laukur, saxaður
Pönnusteikt paprika, söxuð
Soðin hrísgrjón
Salsa sósa

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C og setjið álpappír á ofnplötu. Smyrjið álpappírinn með ólífuolíu eða annarri olíu. Raðið pönnukökunum á ofnplötuna og drissið ost yfir þær. Setjið síðan kjúkling, grænmeti og salsa sósu yfir ostinn og drissið meiri ost yfir. Setjið aðra pönnuköku yfir fyllinguna og penslið toppinn með smá ólífuolíu. Bakið herlegheitin í 7 til 10 mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn. Leyfið kökunum að kólna lítið eitt og skerið hverja köku í 4 hluta með pítsaskera og berið fram með sósu að eigin vali.

Spagettí bolognese er klassískur réttur.

Föstudagur – Spagettí bolognese

Hraéfni:

4 msk ólífuolía
115 g beikon
1 bolli portobello sveppir, smátt saxaðir
5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 meðalstór laukur, smátt saxaður
2 stórar gulrætur, smátt saxaðar
6 sellerístilkar, smátt saxaðir
1 kg nautahakk, eða annað hakk
Salt og pipar
1 tsk chili-flögur, ef vill
¼ bolli tómatpúrra
2 bollar rauðvín
2 bollar kjúklingasoð
1 bolli mjólk
800 g saxaðir tómatar í dós
Rifinn parmesan ostur eftir smekk
2 msk ferskt basil, saxað
2 msk ferskt timían, saxað
450 g spagettí

Aðferð:

Takið til stóran pott og hitið 2 matskeiðar af olíu yfir meðalhita. Bætið beikoni, sveppum, hvítlauk, lauk og gulrótum í pottinn og eldið í um 20 mínútur, eða þar til beikonið tekur lit og grænmetið mýkist. Takið til annan stóran pott og hitið 2 matskeiðar af olíu yfir meðalhita. Bætið kjötinu í pottinn og eldið þar til hakkið hefur brúnast, eða í um 20 til 30 mínútur. Saltið og piprið og bætið chili-flögum út í ef vill. Bætið tómatpúrru út í kjötið og steikið í 5 mínútur til viðbótar.

Bætið 1 bolla af rauðvíni út í fyrri pottinn með grænmeti og beikoni og færið síðan blönduna yfir í pottinn með hakkinu. Blandið hinum bollanum af rauðvíni saman við og leyfið þessu að malla í um 10 mínútur. Bætið kjúklingasoði, mjólk, tómötum og parmesan osti saman við og látið malla á lágum hita í 2 klukkutíma og hrærið í blöndunni við og við.

Blandið basil og timían saman við og sjóðið pastað eftir leiðbeiningum í öðrum potti. Setjið pastað síðan út í sósuna, geymið samt pasta vatnið, og látið malla í 2 mínútur til viðbótar. Bætið smá pasta vatni út í ef þörf er á. Berið fram og skreytið jafnvel með parmesan osti, basil og smá ólífuolíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Perur með gráðosti og pekanhnetum – Sjúklega góð samsetning

Perur með gráðosti og pekanhnetum – Sjúklega góð samsetning
HelgarmatseðillMatur
Fyrir 2 vikum

Guðrún býður upp á ómótstæðilega græna helgi

Guðrún býður upp á ómótstæðilega græna helgi
Matur
24.02.2023

Nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli

Nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli
HelgarmatseðillMatur
24.02.2023

Kolbrún býður upp á lúxus ketó helgarmatseðill sem steinliggur

Kolbrún býður upp á lúxus ketó helgarmatseðill sem steinliggur
Matur
21.02.2023

Lagar baunasúpuna að hætti ömmu sinnar í tilefni sprengidagsins

Lagar baunasúpuna að hætti ömmu sinnar í tilefni sprengidagsins
Matur
20.02.2023

Grænkerar fá sínar bollur norðan heiða

Grænkerar fá sínar bollur norðan heiða