fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Kynning

200 milljóna króna styrkur sem mun styðja við útrás SagaPro

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 1. júní 2019 14:00

Lilja Kjalarsdóttir fyrir framan hluta af þörungaframleiðslunni þar sem við framleiðum Astaxanthin .

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SagaPro hefur verið á markaði síðan 2005 og hefur bætt lífsgæði fjölda fólks með ofvirka blöðru. Ofvirk blaðra lýsir sér í mikilli þörf fyrir að fara á klósettið þó svo að þvagblaðran sé ekki full. Þetta veldur tíðum klósettferðum sem getur truflað svefn og daglegt líf umtalsvert. Yfir 1% þjóðarinnar notar SagaPro daglega, en tíðni ofvirkrar blöðru er umtalsverð, eða um 10%, tíðnin eykst svo með hækkandi aldri. Margir vakna mörgum sinnum á hverri nóttu og slíta þar af leiðandi svefn, sem hefur slæm áhrif á alla líkamsstarfsemi.

Íslenskt hugvit hjálpar fólki um allan heim

SagaPro er frábært dæmi um íslenskt hugvit og þess þá heldur vöru sem virkar. Virka efnið í SagaPro er unnið úr íslenskri lífrænt vottaðri ætihvönn og innihalda töflurnar engar dýraafurðir og henta því einnig grænkerum. „Við hjá SagaNatura leggjum metnað í að framleiða náttúrulegar vörur sem hafa raunveruleg áhrif og bæta lífsgæði fólks,“ segir Dr. Lilja Kjalarsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SagaNatura.

Lilja Kjalarsdóttir  í hvannarframleiðslurýminu.

Framtíðin er björt hjá þessu framsækna íslenska fyrirtæki en fyrir stuttu hlaut SagaNatura umtalsverðan styrk frá Evrópusambandinu til þess að klára mikilvægar rannsóknir á SagaPro sem mun styrkja erlenda sölu umtalsvert ef vel tekst til.

 

Mikilvæg rannsókn sem féll en gaf áhugaverðar niðurstöður

„Árið 2012 gerðum við klíníska rannsókn á 66 karlmönnum sem vöknuðu oft á nóttunni til þess að pissa. Þá létum við annan hópinn nota SagaPro áður en þeir fóru að sofa, en hinn hópinn létum við fá lyfleysu. Í heildina féll rannsóknin, sem kom okkur á óvart því við vissum að SagaPro virkaði í fjölda tilfella án alls efa.

Á þessum tíma vissum við ekki hvert virka efnið var í ætihvönninni og því voru gerðar undirhópagreiningar innan rannsóknarhópsins. Við greindum vandamálin sem einstaklingarnir voru með til þess að athuga hverjir þeirra höfðu hag á að nota SagaPro og hverjir ekki. Þá komumst við að því að SagaPro virkaði vel fyrir karlmenn með ofvirka þvagblöðru og litla blöðrurýmd, en ekki þá sem þjáðust af öðrum kvillum.

Fyrsti sérfræðingurinn í ætihvönn í heiminum, dr. Steinþór Sigurðsson, vísindamaður SagaNatura, hefur nú aðgreint og einangrað öll virku efnin í ætihvönninni og prufað efnin eitt af öðru í þvagblöðrulíkani á rannsóknarstofunni. Með þessari aðferð fann hann efni í hvönninni sem hefur slakandi áhrif á þvagblöðruna sem passar algerlega við þær niðurstöður sem við fengum á sínum tíma. Þetta voru góðar fréttir því þetta þýðir að SagaPro virkar líka fyrir konur, því það er enginn sérstakur líffræðilegur munur á þvagblöðru karla og kvenna,“ segir Lilja.

200.000.000 styrkur frá Evrópusambandinu

SagaNatura er að vinna í markaðssetningu SagaPro erlendis. „Ástæðan fyrir því að við erum að leita út fyrir landsteinana er sú að íslenskur markaður er lítill og við vitum að við getum hjálpað svo miklu fleirum.“ Salan hefur verið mjög góð í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Finnlandi, Kanada og Nýja-Sjálandi. Þá hefur hjálpað sölunni hversu vel efnið hefur virkað hérlendis. „En við vitum að við getum gert miklu betur. Til þess að geta selt SagaPro út um allan heim þurfum við að gera nánari rannsóknir á virka efninu í ætihvönn og virkni þess á stærri og fjölbreyttari hóp af fólki. Þessar rannsóknir munu styðja við þá niðurstöðu sem við fengum í fyrri rannsóknum og erum við jákvæð um framhaldið.

Við höfum nú þegar sótt um og fengið einkaleyfi á því að nota efnið sem við fundum í ætihvönninni gegn þvagblöðruvandamálum. Einnig höfum við fengið lífræna vottun á hvannaextraktinum sem mun hjálpa okkur enn frekar í markaðssetningunni.

Nú nýlega fengum við svo 200 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til þess að gera frekari rannsóknir á SagaPro og virka efninu. Rannsókn verður gerð á Spáni á 100 konum og 100 karlmönnum. En ástæðan fyrir því að við völdum að gera rannsóknina ekki á Íslandi er sú að nú þegar nota margir SagaPro á Íslandi sem myndi gera okkur erfitt fyrir að fá ómengaðar niðurstöður.“

 

Fyrirhugaðar betrumbætur á SagaPro

„Við ætlum svo meðal annars að nota styrkinn til þess að fjármagna þessa nýju rannsókn sem mun hjálpa okkur í markaðssetningunni, en einnig til þess að skala upp framleiðsluna og staðla SagaPro út frá þessu virka efni. Þetta mun gera það að verkum að við getum selt vöruna enn víðar. SagaNatura stefnir svo á að gera stigmagnandi endurbætingar á SagaPro í framtíðinni. „Við höfum stigið fyrsta skrefið sem var að setja SagaPro í hylkjaform. Ástæðan er sú að það er töluvert auðveldara að gleypa hylkin heldur en töflurnar. Einnig gefst notendum SagaPro kostur á því að opna hylkin og setja út í vatnsglas eða annað til þess að auðvelda inntöku. Þá er mælt með að SagaPro sé tekið að kvöldi til fyrir góðan og óslitinn nætursvefn.“

„Næsta stig er svo að setja á markað nokkrar nýjungar. Við erum nú þegar með skemmtilega vöru í þróun sem kemur inn í SagaPro-línuna innan skamms, þ.e. nýtt og endurbætt SagaPro sem er hannað sérstaklega fyrir konur og mun heita SagaPro Femme. Sú vara mun m.a. innihalda efni unnið úr trönuberjum sem hjálpar til við meðferð á þvagfærasýkingum.“

Vörurnar frá SagaMedica fást í öllum helstu heilsuvörubúðum og stórmörkuðum svo sem Krónunni, Nettó og Fjarðarkaupum.
Einnig má skrá sig í áskrift en þá færðu sendan pakka í hverjum mánuði inn um lúguna.
Hægt er að skrá sig í áskrift í síma 562-8872, senda netpóst á saganatura@saganatura.is eða skrá sig í áskrift á netinu, sagapro.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum