fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Daniel Radcliffe með fullar hendur í Guns Akimbo: Barist til dauða í ýktri framtíð – Taktu þátt í bíómiðaleik

Fókus
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spennu- og gamanmyndin Guns Akimbo hefur vakið talsverða athygli í kjölfar frumsýningarinnar á kvikmyndahátíðinni í Toronto í fyrra. Myndin skartar hinum góðkunna Daniel Radcliffe í aðalhlutverki, en í kjölfar velgengni Harry Potter-seríunnar hefur leikarinn verið þekktur verið þekktur fyrir skrautleg hlutverk og frumlegar kvikmyndir. Af dæmum má nefna Swiss Army Man, Horns, Imperium og skipar Guns Akimbo sér rakleiðis í þennan hóp, enda hefur afrakstrinum verið víða hrósað fyrir stílhreina nálgun, flottan myndasögufíling og hressilegan húmor.

Myndin gerist í ýktri en nálægðri framtíð. Racfliffe leikur hinn stefnulausa Miles, sem er fastur í glötuðu starfi, og er enn ástfanginn af gömlu kærustunni, Nova. Honum óafvitandi hefur glæpagengið Skizm sett af stað lífshættulega keppni inni í borginni, þar sem ókunnugt fólk mætist í bardaga og berst allt til dauða. Leikurinn er síðan sendur út í beinni útsendingu á netinu.

Dag einn vaknar Miles og uppgötvar að hann er gæddur tveimur skammbyssum, sem festar hafa verið við hendur hans. Miles dregst því inn í leikinn og þarf þar að berjast fyrir lífi sínu. Þarna kemur það sér að góðum notum fyrir Miles hvað hann er öflugur í að koma sér undan vandamálum, og smýgur úr greipum óvinar síns í keppninni. En þegar Nova er rænt, þá þarf hann að hætta að flýja. Nú þarf hann að yfirstíga óttann og bjarga stúlkunni sem hann elskar.

Myndin er frumsýnd um helgina og verður sýnd í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri.

Má geta þess að snillingarnir hjá Madefire gerðu stafræna myndasögu sem byggð er á handriti Guns Akimbo. Brot úr myndasögunni má sjá hér að neðan.

Þú getur nálgast stafrænu myndasöguna hér.

Langar þig í bíómiða?

Fókus ætlar að gefa opna boðsmiða á Guns Akimbo. Það eina sem þú þarft að gera er að svara eftirfarandi spurningu í athugasemdakerfinu okkar. Lesendur svara eftir eigin höfði og verður haft samband við vinningshafa um helgina. Hver vinningshafi fær tvo miða.

Spurt er: Hver er þín uppáhalds kvikmynd sem byggð er á myndasögu?

Dregið verður út um helgina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum