fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Ert þú búin/nn að verja bílinn fyrir veturinn?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 14. september 2019 10:00

Þessi hvíti Wolksvagen var tekinn í mössun og keramikhúðun og er tilbúinn fyrir veturinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saltið á götunum, sífelldar frosthörkur og þíða sem og grjótkast eru hvimleiðir fylgifiskar íslenska vetrarins og eiga það allir sameiginlegt að fara illa með bílalakkið. Sérstaklega er saltið alger erkióvinur lakksins. Það er því gullin þumalputtaregla að setja varnarhúð á lakkið áður en veturinn skellur á í öllu sínu veldi. Það er hægt með því að bóna bílinn vel og vandlega eða skella á hann keramikhúð.

Massabón flutti nýlega í glæsilegt húsnæði að Auðbrekku í Kópavogi. Massabón er alhliða bónverkstæði sem býður upp á fjölbreytta þjónustu í bílaþrifum og viðhaldi á bílalakki. „Hægt er að velja á milli þrif- og bónpakka hjá okkur sem gefa góða vörn gegn saltinu og skítnum sem fylgir íslenskum vetri. Fyrir vikið verður einnig töluvert auðveldara að skola af bílnum. Óhreinindin hreinlega renna af honum. Með reglulegu viðhaldi og bóni á lakki viðheldur þú einnig verðgildi nýs bíls. Þú kemur með bílinn til okkar og við ráðleggjum um það sem þarf að gera. Í sumum tilfellum er nóg að þrífa og bóna, í öðrum mælum við með mössun ef lakkið er illa farið. Keramikhúðunin er svo toppurinn þegar kemur að því að verja lakkið, en sú meðferð dugir í allt að tvö ár,“ segir Hallur Sigurðsson.

 

Pakki 1. Alþrif. Dugir í um 3 mánuði.

Hefðbundinn þrif- og bónpakki þar sem bíllinn er tjöru- og sápuþveginn með ullarsvampi. Hægt er að bæta við leirun gegn vægu gjaldi. Við leirun losnarðu 100% við öll óhreinindi sem hafa sest fyrir í litlum rispum í lakkinu. Eftir þurrkun er borið efni á allt plast til ná fram dýpri lit. Þá eru rúður þvegnar. Næst er bíllinn bónaður með CarPro bóni og dekkgljái borinn á öll dekk. Að lokum er innrétting ryksuguð, þurrkað af öllu og mottur þrifnar. Bónið veitir góða lakkvörn í allt að þrjá mánuði.

 

Pakki 2. Keramikhúðun. Dugir í allt að 2 ár.

Fyrir þá sem vilja aukavörn og lengri endingu mælum við með keramikhúðun. Í þessum pakka fylgir allt það sama og í pakka 1. Bíllinn er einnig leiraður. Svo er keramikhúð borin á sem dugir í allt að tvö ár. Þessi pakki er nokkuð dýrari en hefðbundni pakkinn en dugir líka þeim mun lengur.

Hér er búið að massa hálfa hurðina. Það sést ótrúlegur munur.

„Einnig tek ég að mér að massa bíla. Með mössun er hægt að fjarlægja grunnar rispur og jafnvel nokkuð stórar, en auðvitað ekki þær sem ná niður fyrir málningarlagið. Bíllinn verður í kjölfarið rennisléttur og alveg eins og nýr.“

 

 „Við erum með úrval af fyrsta flokks bóni og hreinsiefnum fyrir bílinn og getum ráðlagt viðskiptavinum okkar um notkun þeirra.“

Hægt er að kaupa Cquartz keramikhúð hjá Massabóni. Cquartz UK 3.0 er harðasta keramíkhúðin sem fæst á markaðnum í dag. Cquartz UK er harðara en hefðbundin glæra á bíl og eykur því þol bílsins gegn rispum og hrindir hann betur frá sér óhreinindum t.d. tjöru og salti. Efnið er unnið úr kísildíoxíði (SIO2) (70% af innihaldi Cquartz) og er þetta fyrsta varan á markaðnum sem inniheldur svona mikið magn af hreinu SIO2. Efnið er auðvelt í notkun og í raun ekkert erfiðara að bera það á heldur en að bóna bíl með hefðbundnu bóni, en nauðsynlegt er að vera með aðgang að bílakjallara eða þurru rými þegar efnið er borið á.

Hydro2 Lite er stórsniðugt bón sem myndar vatnshrindandi húð á lakk og aðra fleti og gefur fallegan gljáa. Efnið er afar einfalt í notkun og þarf ekki að gera meira en að úða bóninu yfir bílinn og skola af. Þá ertu búinn að bóna bílinn. Efnið er öruggt til notkunar á alla fleti bílsins. Lakk, gler, plast og felgur.

IronX frá CarPro er öflugt hreinsiefni til notkunar á öll farartæki, bæði felgur og lakk, og var þróað sem lausn til að fjarlægja óhreinindi af bílum umfram það sem hefðbundinn þvottur eða leir getur gert. Lausnin skiptir um lit þegar hún kemst í snertingu við járneindir á lakkinu og verður þá rauð/fjólublá á litinn. Öruggt að nota á ál, króm, plast og lakk.

Massabón er umboðsaðili fyrir CarPro bílavörurnar og selur vörur sínar í vefversluninni massabon.is sem og á verkstæði sínu í Auðbrekku 25–27, Kópavogi.

Fylgstu með á Facebook: Massabón

Instagram: Massabon2

Snapchat: Massabón

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum