fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Kynning

Matstöðin býður upp á kræsingar alla daga: Er þetta best geymda leyndarmálið í Kópavogi?

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 31. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað dettur svöngum manni helst í hug þegar hann rekur augun í lítinn söluskála hjá bensínstöð við hraðbraut? Væntanlega að þar megi fá sér samloku eða pylsu, hugsanlega brasaðan hamborgara? Við erum stödd á Kópavogsbraut 115, það er nóg bensín á bílnum, en ökumaður og farþegi eru með tóman maga og er farið að hungra í góðan hádegisverð.

Ekki nein hamborgarasjoppa!

Þegar betur er að gáð sést að litli söluskálinn er ósköp snotur í útliti og það eru borð og bekkir úti á planinu sem nýtast vel á góðviðrisdögum. Þegar inn er komið blasir við eitthvað allt annað en sjoppufæði: hlaðborð af dýrindismat.

Gott útisvæði fyrir sólskinsdaga.

Þetta var á þriðjudegi og í borðinu voru þrír aðalréttir: Grillaður kjúklingur, mexíkóskt lasagna og þorskur í hvítlauksmarineringu. Í borðinu er síðan viðeigandi og girnilegt meðlæti á borð við franskar kartöflur, sætkartöflur, hýðiskartöflur, gott úrval af grænmeti, sósur og margt fleira.

Annar hinna svöngu förumanna hélt sig við kjúkling og franskar og lofsamaði vel heppnaða kryddun á fuglinum. Hinn fékk sér sitt lítið af hverju, þorski, lasagna, kjúklingi og alls konar meðlæti. Allt saman var ótrúlega bragðgott og jafnvel betra en maturinn hennar mömmu þó ég myndi aldrei segja henni frá því.

Girnilegt hláðborð

Hádegisverður af þessu tagi kostar aðeins 1.990 krónur sem er eins og verð á hamborgaramáltíð í ódýrari kantinum. Þegar litið er yfir matseðil vikunnar sem birtur er með áberandi hætti á vegg til hliðar við hlaðborðið má sjá að það eru girnilegar steikur á boðstólum dag eftir dag: purusteik, kótelettur, lambalæri og alls kyns aðrar kræsingar.

Hvers vegna hefur enginn sagt mér frá þessum stað? Þetta hlýtur að vera best geymda leyndarmálið í Kópavogi og þó víðar væri leitað.

Heimasíða Matstöðvarinnar

Facebook-síða Matstöðvarinnar

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum