fbpx
Þriðjudagur 17.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Skyrgerðin Hveragerði: Kolagrillaður eðalmatur í sögulegu og hlýlegu umhverfi

Kynning
Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. júlí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vorið 2017 opnaði Elfa Dögg Þórðardóttir Skyrgerðina í Hveragerði, en hún á einnig Frost og funa hótel og Veitingahúsið Varmá.

Skyrgerðin er að Breiðumörk 25 og var húsið reist sem þinghús héraðsins sem og skyrgerð og á sér langa og mikla sögu sem tengist bænum og bæjarbúum sterkum böndum.

„Tilefnið var að húsið var til sölu, en það er eitt af þremur fyrstu húsunum í Hveragerði og fyrsta verksmiðjuskyrgerðin á landinu, stofnuð árið 1930,“ segir Elfa aðspurð um upphaf Skyrgerðarinnar, „þá ákvað ég að kaupa og endurvekja gömlu skyrgerðina og vera með gamaldags skyr og endurvekja gamlar hefðir og matargerð.“

Aðalsmerkið kolagrillaðar kótilettur

Hjá Skyrgerðinni er allur maturinn kolagrillaður, en matseðillinn er fjölbreyttur og ættu allir að finna mat við sitt hæfi. Kolagrillaðar kótilettur eru aðalsmerkið, en einnig eru fiskur, vegansteik, kjöt, humar og hamborgarar í boði. „Kótiletturnar eru langskornar fyrir okkur og með þeim fylgir bökuð kartafla, hvítlaukssmjör, bernaisessósa og salat.

„Við einblínum á að hafa hagstætt verð og meirihluti viðskiptavina okkar eru Íslendingar, bæði heimamenn og fólk sem er á ferðinni,“ segir Elfa. Einnig er smurbrauð og kökur á matseðlinum, líkt og boðið var upp á í Eden áður fyrr.

Hrært gamaldags skyr vinsælt

„Skyrið er hægt að kaupa í smjörpappír eins og gert var í gamla daga,“ segir Elfa. „Við notum það einnig í sósur og skyrtertur. Hrært gamaldags skyr er vinsælt, sérstaklega hjá útlendingunum og bláberjaskyrtertan er vinsælust.“

Hjá Skyrgerðinni eru sæti fyrir 150 manns, 50 á veitingastaðnum sjálfum og veitingasalurinn tekur 110 manns í sæti. Salinn má leigja fyrir hópa, hvort sem er ferðamenn, starfsmannahópa, veislur eða ættarmót.

Skyrsýning einstaklega vinsæl

Vinsælt er hjá ferðamönnum að koma á skyrsýningu. „Við létum gera sjö mínútna kvikmynd þar sem farið er yfir sögu skyrgerðar á Íslandi og sögu hússins og hvernig það var byggt. Myndin er á íslensku og ensku og verið að texta hana á fleiri tungumálum vegna eftirspurnar.

Fólk fær að smakka gamaldags skyr, hrært skyr og skyr mojito. Það fær að fara inn í skyrgerðina, sal sem hefur verið innréttaður eins og gamalt þorp, með gömlum skyrgerðartækjum frá Byggðasafni Árnesinga.“

Á efri hæð hússins er gisting í boði, en þar eru 12 herbergi.

Skyrgerðin er að Breiðamörk 25, Hveragerði, síminn er 481-1010, netfangið er skyrgerdin.is.
Heimasíða: skyrgerdin.is og Facebooksíða: skyrgerdin.

Opnunartími er frá klukkan kl. 11.30 – 22 sunnudaga til fimmtudaga og frá kl. 11.30 – 23 föstudaga og laugardaga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 2 dögum

Toppur: Hámarks þjónusta frá toppi til táar

Toppur: Hámarks þjónusta frá toppi til táar
Kynning
Fyrir 3 dögum

Gæðasprautun og Gæðaréttingar – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum

Gæðasprautun og Gæðaréttingar – Faglegar og umhverfisvænar endurbætur á tjónabílum
Kynning
Fyrir 6 dögum

Tökum höndum saman í þágu umhverfisins

Tökum höndum saman í þágu umhverfisins
Kynning
Fyrir 1 viku

Fóru úr 60 kílóum á mánuði niður í 140 grömm!

Fóru úr 60 kílóum á mánuði niður í 140 grömm!
Kynning
Fyrir 1 viku

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að leysa

Litli klettur: Engin vandamál, bara verkefni sem þarf að leysa
Kynning
Fyrir 1 viku

Fjórar snilldarvörur sem hjálpa þér að vernda umhverfið

Fjórar snilldarvörur sem hjálpa þér að vernda umhverfið
Kynning
Fyrir 2 vikum

Örlagasaga sem er lyginni líkust

Örlagasaga sem er lyginni líkust
Kynning
Fyrir 2 vikum

Sætindi án samviskubits: Er það hægt?

Sætindi án samviskubits: Er það hægt?