fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Áskaffi í Glaumbæ: Eins og sunnudagskaffi hjá ömmu eða mömmu  

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. júní 2018 19:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks er hinn merki kirkjustaður Glaumbær þar sem Byggðasafn Skagfirðinga hefur þróað áhugavert safnasvæði í gegnum árin. Eitt af því sem gerir heimsókn í Glaumbæ fýsilega er heillandi kaffistofa sem ber heitið Áskaffi. Nánar tiltekið er Áskaffi staðsett í hinu merka húsi Áshúsi sem gefið var Byggðasafni Skagfirðinga árið 1988 og flutt þangað árið 1991 frá Ási í Hegranesi. Áshús var byggt á árunum 1883–1886 en húsið er friðað og hefur því haldið upprunalegri mynd sinni í gegnum allar viðgerðir, endurbætur og endurbyggingu.

Kaffistofa hefur verið rekin í Áshúsi frá árinu 1995. Núverandi rekstraraðili Áskaffis er Auður Herdís Sigurðardóttir en hún hefur lengi verið tengd staðnum. „Ég byrjaði að vinna á Áskaffi árið 1997 hjá Ásdísi Sigurjónsdóttur og Önnu Margréti Stefánsdóttur sem þá ráku kaffistofuna en tók við rekstrinum árið 2001. Mikið sem tíminn hefur liðið hratt, er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa til allra áranna hérna,“ segir Herdís.

Áskaffi tekur 35–40 manns í sæti og Herdís og hennar starfsfólk kappkosta að gefa staðnum geðþekkan og áberandi fortíðarblæ: „Við bjóðum upp á kaffihlaðborð alla sunnudaga frá kl. 15–17 og reynum að hafa þetta eins og hjá ömmu. Starfsfólkið er alltaf prúðbúið og uppáklætt og hér eru að sjálfsögðu í boði rjómapönnukökur og heitt súkkulaði alla daga ásamt fleira góðgæti,“ segir Herdís.

Fyrir utan þessar trakteringar eru fjölbreyttar aðrar veitingar í boði sem Herdís útbýr og bakar, til dæmis ekta lagkökur, kúmenkleinur, alls konar tertur, skyr með rjóma og bláberjum, að ógleymdri dýrindis sjávarréttasúpu með rúgbrauði.

Áskaffi býður líka upp á það að smakka ýmiss konar gamaldags mat undir heitinu Gamli diskurinn. Á honum eru bitar af reyktum, söltum, þurrkuðum, kæstum og sýrðum mat, kjöti, fiski, brauði og skyri. Og bragðlaukarnir kætast.

Áskaffi er opið alla daga vikunnar frá kl. 10–18. Sjá nánar á Facebooksíðunni Áskaffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum