fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
FókusKynning

Ógleymanleg upplifun í konudagsgjöf

Kynning

Black Beach Tours

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur ekki verið mikil afþreying í boði hér í Þorlákshöfn í gegnum tíðina og við vildum fylla í skarðið og nýta þetta frábæra umhverfi sem hér er að finna. Fjaran í Þorlákshöfn er mjög falleg en hér er um 10 kílómetra löng svört sandströnd (eldfjallaströnd) sem nær frá Ölfusá að bænum og mætir þar tilkomumiklum klettaveggjum að vestanverðu. Það er hreint ógleymanleg upplifun að fara hér um á fjórhjóli eða á RIB-báti. Það skemmtilega í þessu er að við förum gjarnan fram úr væntingum viðskiptavinanna og þótt við höfum aðeins startað þessu síðast sumar þá erum við virkilega ánægð með þær góðu umsagnirnar sem hafa birst m.a. á Tripadvisor,“ segir Guðbjartur Örn Einarsson hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Black Beach Tours í Þorlákshöfn.

Fyrirtækið býður upp á fjórhjólaferðir allan ársins hring og er aðallega um tvenns konar ferðir að ræða, annars vegar klukkustundar ferð eftir svörtu ströndinni og hins vegar þriggja klukkustunda ferð vestur í Selvog og eftir Selvogsheiðinni þar sem farið er um hraun með viðkomu í helli á leiðinni.

Svokallaðar RIB-bátaferðir eru einnig vinsælar en þar er um að ræða siglingar á spíttbátum. Bæði eru það ferðir fyrir utan ströndina í Þorlákshöfn en einnig ferðir til Krýsuvíkur og að Krýsuvíkurbjargi. Siglingarnar eru í boði frá apríl til október. Þá býðst einnig að blanda saman fjórhjólaferð og RIB-bátaferð en það er mjög skemmtileg blanda og vinsæl.

Black Beach Tours býður einnig upp á ódýrar og stuttar adrenalínferðir í spíttbátum sem henta vel fyrir þá sem langar bara að skjótast í stutta skemmtun. Þá eru í boði jógatímar í jógastúdíói á staðnum en fyrirtækið hefur innan sinna raða jógakennara sem kennir gjarnan jóga úti í náttúrunni ef vel viðrar.

Á vefsíðunni blackbeachtours.is er að finna nánari upplýsingar um allar ferðir og verð þeirra. Hér eru sannarlega frábærar gjafahugmyndir fyrir þá sem vilja gefa upplifun í konudagsgjöf. Gott er að panta gjafabréf með því að senda tölvupóst á netfangið info@blackbeachtours.is og gjafabréfið er þá sent rafrænt – kaupandinn getur síðan prentað það út og smeygt því í konudagspakkann. Einnig er hægt að hringja í síma 625-0500.

Njóttu þess að gefa góða skemmtun á konudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum